Myndir mánaðarins, júní 2018
17 Myndir mánaðarins Killing Hasselhoff Chris Kim er næturklúbbseigandi sem í kjölfar vægast sagt óheppilegra atvika í klúbbnum er alsaklaus grunaður um eiturlyfjamisferli og kyn- ferðisofbeldi auk þess sem hann skuldar skyndilega miskunnarlausum glæpakóngi 400 þúsund dollara. Það eina sem getur bjargað honum úr klípunni er að David Hasselhoff detti niður dauður innan 72 klukkustunda! Fólk sem kann að meta fjöruga og fyndna farsa þar sem allt getur gerst ætti að kíkja á þennan þar sem hver brandarinn rekur annan frá upphafi til enda. Ástæðan fyrir því að dauði Davids Hasselhoff skiptir máli er að Chris hafði nokkrum dögum fyrr veðjað á í svokölluðu Deadpool-veðmáli að David yrði næstur ef þeim frægu í Hollywood sem færi yfir móðuna miklu. Líkurnar á því eru þó svo hverfandi að ef David geispaði golunni fyrstur fengi Chris hálfamilljón dollara í sinn hlut. Vandamálið er að veðmálið ógildist ef viðkomandi er myrtur ... Eins dauði er annars brauð 8. júní 80 mín Aðalhlutv.: Ken Jeong, David Hasselhoff, Jon Lovitz og Rhys Darby Leikstj.: Darren Grant Útg.: Myndform VOD Farsi David Hasselhoff leikur sjálfan sig í myndinni og gerir hér stólpagrín að sinni eigin ímynd og ferli og þá ekki síst sinni frægustu sjónvarpsseríu, Baywatch . Leikkonan Selma Blair, sem verður 46 ára 23. júní leggur mikið upp úr að halda sér í góðu formi og hennar uppáhaldsaðferð til þess er jóga. Hér mætir hún í tíma í L.A. 16. maí. Mark Wahlberg hefur að undanförnu snúið sér í æ ríkari mæli að framleiðslu bíómynda og er nú með einar fjórar í pípunum. Slík umsvif kalla vafalaust á mörg símtöl hvenær sem er. Deadpool 2 var frumsýnd á dögunum og það vakti sérstaka athygli á forsýningunni í New York 14. maí að hjónin Ryan Reynolds og Blake Lively gátu vart haft augun hvort af öðru.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=