Myndir mánaðarins, júní 2018
20 Myndir mánaðarins The Florida Project Búðu til þitt eigið ævintýri Aðalhlutverk: Brooklynn Prince, Bria Vinaite, Willem Dafoe, Aiden Malik, Valeria Cotto, Mela Murder, Christopher Rivera og Krystal Nicole Watts Leikstjórn: Sean Baker Útgefandi: Myndform 111 mín Platoon. 15. júní l Eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hefur The Florida Project hlotið toppdóma virtustu gagnrýnendanna en hún er með 9,2 í meðaleinkunn á Metacritic og 9,6 á Rotten Tomatoes. The FloridaProject gerist á einu sumri í og við leiguíbúðablokk í námunda við Disney-skemmtigarðinn í Orlando í Flórída og segir frá hinni sex ára gömlu Moonee, kostulegum uppátækj- um hennar og samskiptum við vini, móður og aðra sem búa í blokkinni, ekki síst húsvörðinn og rekstrarstjórann Bobby. Kvikmyndaáhugafólk sem kann að meta raunsannar hversdags- sögur af venjulegu fólki ætti alls ekki að láta þessa mynd fram hjá sér fara þar sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Sean Baker blandar saman sakleysi æskuáranna og alvarleika hinna fullorðnu. Hin sex ára gamla Brooklynn Prince, sem er fædd leikkona, leikur hina frökku og ófeimnu Moonee sem alist hefur upp hjá einstæðri móður sinni, Halley, en hún á í stöðugu ströggli við að láta enda ná saman og hefur því leiðst út í vafasama starfsemi til að sjá fyrir sér og dóttur sinni. En Moonee veit ekkert um það því fyrir henni og vinum hennar er lífið skemmtun og ævintýri frá morgni til kvölds ... Hin sex ára gamla Brooklynn Prince leikur stærsta hlutverkið í myndinni enda snýst öll atburðarásin um hana og þá sem eru með henni á hverjum tíma. Willem Dafoe leikur húsvörðinn Bobby og var tilnefndur til bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína. Þótt deila megi um uppeldisaðferðir móður Moonee og lifibrauð hennar eru þær mæðgur einstaklega samrýndar og miklir vinir. The Florida Project Myndin gerist nánast öll í þessari blokk og í næsta nágrenni. Drama Punktar .................................................... Veistu svarið? Eins og kemur fram í myndartexta þá var Willem Dafoe m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Florida Project . Þetta var þriðja tilnefning hans til Óskars enáður hafði hannhlotið tilnefningar fyrir myndirnar Shadow of the Vampire og ...? HHHHH - The New York Times HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - Total Film HHHHH - Empire HHHHH - CineVue HHHHH - Time Out HHHHH - Guardian HHHHH - Playlist HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - New York Magazine HHHH 1/2 - Indiewire HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Screen VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=