Myndir mánaðarins, júní 2018

22 Myndir mánaðarins Coco Coco Teiknimynd Velkomin í heim hinna framliðnu Íslensk talsetning: Gunnar Hrafn Kristjánsson, Orri Huginn Ágústsson, Þór Breiðfjörð, Margrét Eir Hönnudóttir, Hanna María Karlsdóttir, Atli Þór Albertsson, Laddi o.fl. Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Útgefandi: Síminn og Vodafone 90 mín 21. júní Punktar .................................................... l Sagan og sögusviðið í Coco byggir að mestu leyti á mexíkóskum þjóðsögum og hefðum og gerist í kringum eina helstu hátíð Mexí- kana, Dag hinna dauðu (Día de Muertos), þegar fjölskyldur koma saman og heiðra minningu þeirra sem á undan þeim hafa gengið. Coco er nítjánda mynd Pixar-teiknimyndarisans í fullri lengd og er þegar rómuð sem ein besta teiknimynd fyrirtækisins til þessa. Myndin hlaut bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskars- verðlaunin sembesta teiknimynd ársins auk þess sem aðallag hennar, Remember Me , hlaut Óskarinn sem besta kvikmynda- lag ársins. Betri fjölskylduskemmtun en Coco er vandfundin. Hér segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlist- armaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínumhúsum. Ástæðan er sú að langalangafaMiguels hafði líka dreymt um að verða tónlistarmaður á sínum tíma. Dag einn yfirgaf hann fjölskylduna, hvarf sporlaust, og spurðist aldrei til hans framar. Síðan hefur enginn í ættinni viljað heyra neina tón- list og er meinilla við öll hljóðfæri, Miguel til mikillar mæðu. Dag einn rekast Miguel og besti vinur hans, hundurinn Dante, inn á dularfullan stað þar sem gamall og rykfallinn gítar hangir uppi á vegg. Miguel ákveður að prófa að spila á hann en um leið og hann slær fyrsta hljóminn er hann fyrir töfra fluttur inn í heim hinna dauðu þar sem hann á síðan eftir að hitta löngu liðna ættingja sem nú eru gangandi beinagrindur. Eftir að hafa jafnað sig á undruninni og óttanum ákveður Miguel að finna Ernesto og leysa í leiðinni gátuna miklu um hvað orðið hafi um langalangafa sinn ... VOD HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - TheHollyw. Reporter HHHHH - Empire HHHHH - N.Y. Post HHHHH - Playlist HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - Entert.W. HHHH - Total Film HHHH - TheGuardian HHHH - Variety

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=