Myndir mánaðarins, júní 2018

23 Myndir mánaðarins 22. júní 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir að undanförnu á RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD- leigunum og hér eru þættir 17 til 24 í seríunni. Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11mínútur að lengd. Mói Komdu með í ferðalög um heiminn 21. júní 81 mín Aðalhlutverk: Johnny Galecki, Anna Friel, Kyle Gallner og Anjelica Huston Leikstjórn: Bobby Miller Útgef.: Sena VOD Grín/fantasía Þegar hinn sorgmæddi og lífsleiði Paul sér auglýsingu frá meðferðarstöð sem lofar viðskiptavinum sínumnýju lífi eftir líkamlega og andlega hreins- un ákveður hann að skella sér í meðferðina enda hefur hann engu að tapa. The Cleanse er vísindafantasía, krydduð miklu gríni, súrrealisma og léttum hrolli. Hún er eftir hinn hugmyndaríka Bobby Miller sem vakti mikla athygli á sínum tíma með stuttmyndinni Tub en hún fjallaði um mann sem eignaðist óvart af- kvæmi með sturtubotni. Hér segir hann okkur aðra mjög skrítna en skemmtilega sögu þar sem hugmyndin um hinn „innri mann“ og „djöfulinn“, sem samkvæmt máltækinu hver er sagður draga, er sett í afar frumlegan, myndrænan búning ... Hleyptu þínum innri manni út Punktar ............................................................................................ l The Cleanse hefur fengið ýmis verðlaun, þ. á. m. á síðustu Scream- fest-hátíð þar sem hún hlaut fyrstu verðlaun fyrir förðun, tæknibrellur og fyrir leik Johnnys Galecki. l Myndin er í raun miðkaflinn í þríleik leikstjórans Bobbys Miller, en fyrsti kaflinn var stuttmyndin Tub sem hann frumsýndi 2010 og síðasti kaflinn er einnig stuttmynd, End Times , sem verður frumsýnd síðar á árinu. Þess ber þó að geta að The Cleanse er að öllu leyti sjálfstæð mynd og tengist stuttmyndunum ekki sögulega heldur eingöngu á hugmyndafræðilegan hátt. HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Screen International The Cleanse – Mói Johnny Galecki er í aðalhlutverki The Cleanse .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=