Myndir mánaðarins, júní 2018

25 Myndir mánaðarins Pound of Flesh Belgíski leikarinn og bardagalistamaðurinn Jean-Claude Van Damme mætir hér aftur til leiks eftir nokkurt hlé í hlutverki manns sem lendir í þeim óvenjulegu aðstæðum að nýranu úr honum er stolið, en það var ætlað bróðurdóttur hans sem bíður ígræðslunnar við dauðans dyr. Pound of Flesh er eftir leikstjórann Ernie Barbarash og er um leið þriðja myndin sem hann gerir með Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki. Þær fyrri voru Assassination Games, frumsýnd árið 2011, og 6 Bullets sem var frumsýnd 2012. Van Damme leikur Deacon sem hefur ákveðið að gefa bróðurdóttur sinni annað nýrað úr sér til að bjarga lífi hennar. Feilspor sem hann tekur fyrir aðgerðina leiðir hins vegar til þess að hann er svæfður og þegar hann vaknar er búið að fjarlægja nýrað úr líkama hans og stela því. Við tekur kapphlaup við tímann því nýrað þarf hann að endurheimta innan tíu klukkustunda ef bróðurdóttirin á að lifa ... Leitin að lífgjöfinni 22. júní 104 mín Aðalhl.: Jean-Claude Van Damme, John Ralston og Aki Aleong Leikstj.: Ernie Barbarash Útg.: Myndform VOD Spenna/hasar John Ralston og Jean-Claude Van Damme leika bræðurna George og Deacon í Pound of Flesh sem hafa aðeins tíu klukkustundir til að bjarga lífi dóttur Georges. Eftir að hafa tekið sér gott frí frá kvikmynda- leik er Jim Carrey mættur aftur og sést hér í atriði nýrrar myndar sem verið var að taka upp í L.A. 22. maí. Heiti hennar er ekki vitað. Það rigndi hressilega á Chris Pratt í Madrid 21. maí þar sem hann var mættur til að vera við- staddur forsýningu á nýju Jurassic World - myndinni. Hann blotnaði þó ekki alvarlega! Matthew McConaughey var hins vegar slakur í sólinni í Los Angeles 21. maí þar sem hann var að mæta í spjallþátt Jimmys Kimmel, m.a. til að kynna nýjustu mynd sína, White Boy Rick .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=