Myndir mánaðarins, júní 2018
27 Myndir mánaðarins Black Panther Framtíð hans er framtíð okkar allra Aðalhlutverk: Chadwick Boseman, Michael B. Jordan, Lupita Nyong'o, Danai Gurira, Martin Freeman, Andy Serkis, Daniel Kaluuya, Angela Bassett, Letitia Wright og Forest Whitaker Leikstjórn: Ryan Coogler Útgefandi: Síminn og Vodafone Jordan Peele. 28. júní l Eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan er Black Panther ekki bara ein vinsælasta mynd allra tíma heldur hlaut hún toppdóma gagnrýnenda og er t.a.m. með 8,8 í meðaleinkunn á Metacritic. Þann 28. júní kemur á leigurnar ein vinsælasta mynd ársins hingað til, Black Panther , sem jafnframt er 18. myndin úr hinum sameinaða ofurhetjuheimi Marvel-fyrirtækisins. Um leið er þetta fyrsta bíómyndin um konungWakanda, T’Challa, öðru nafni Svarta pardusinn, en honumog föður hans fengum við að kynnast lauslega í Captain America -myndinni Civil War . Black Panther er leikstýrt af Ryan Coogler, en hann á m.a. að baki hinar afar góðumyndir Fruitvale Station og Creed: The Rocky Legacy. Ryan skrifaði einnig handritið ásamt Joe Robert Cole, fékk frjálsar hendur við gerð myndarinnar og ákvað m.a. að fá í lið með sér helsta samstarfsfólk sitt úr Fruitvale Station , allt saman fólk sem hefur ekki áður komið að gerð ofurhetjumynda. Sagði Ryan að tilgangurinn væri að koma með nýja strauma í ofurhetjuþemað og gæða söguna öðruvísi lífi en flestir ofurhetjumyndaaðdáendur ættu von á. Óhætt er að segja að þetta hafi heppnast vel enda tóku aðdáendur ofurhetjumynda Black Panther með þvílíkum kostum að hún flaug léttilega inn á topp 10-listann yfir vinsælustu myndir allra tíma þegar hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum. T’Challa, öðru nafni Black Panther, snýr til heimalandsins Wakanda sem konungur eftir dauða föður síns, T’Chaka, og þarf að takast á við það erfiða verkefni að sameina hina mörgu ættbálka landsins í baráttunni gegn mönnum sem ógna ekki bara Wakanda heldur öllum heiminum. Black Panther Ævintýri / Ofurhetjur Punktar .................................................... Veistu svarið? Með eitt af stóru hlutverkunum í Black Panther fer Daniel Kaluuya sem sló svo eftirminnilega í gegn í myndinni Get Out og hlaut tilnefningu til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni. Hver leikstýrði honum í Get Out ? Michael B. Jordan leikur höfuðandstæðing Svarta pardus- ins, Erik Killmonger, sem vill sjálfur öðlast völdin í Wakanda. 134 mín VOD HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - Chicago Sun-Times HHHHH - Rolling Stone HHHHH - Washington Post HHHHH - CineVue HHHHH - USA Today HHHHH - Slate HHHH 1/2 - E.W. HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH - Empire HHHH - Variety HHHH - TimeOut
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=