Myndir mánaðarins, júní 2018
28 Myndir mánaðarins Bangsi og þjófaborgin Teiknimynd Sterkasti björn í heimi Íslensk talsetning: Rúnar Freyr Gíslason, Örn Árnason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Viktor Már Bjarnason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Íris Tanja Flygenring Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Myndform 65 mín 28. júní Sögurnar um Bangsa, sterkasta björn í heimi, eru eftir sænska rithöfundinn og teiknarann Rune Andréasson og hafa notið mikilla vinsælda barna um árabil, bæði sem teiknimyndablöð og sem sjónvarpsþættir allt frá 1973. Bangsi og þjófaborgin er fyrsta langamyndin semgerð hefur verið umævintýri hans og er hún fyrst og fremst ætluð yngsta aldurshóp áhorfenda. Bangsi er svona sterkur vegna þess að hann borðar stundum þrumuhunang sem amma hans útbýr handa honum. Hér lendir hann hins vegar í miklum vanda þegar gráðugur rebbi sem vill meira en hann hefur rétt á ákveður að ræna ömmu Bangsa svo Bangsi verði sem minnst mótstaða við skuggalegar áætlanir hans. En auðvitað eiga Bangsi og félagar hans eftir að sjá við honum ... Bangsi og þjófaborgin DVD VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=