Myndir mánaðarins, júní 2018

6 Myndir mánaðarins Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Þig dreymir að þú sért komin(n) til Kanaríeyja þar sem þú nýtur lífsins svamlandi í heitum sjó innan um glaða höfrunga sem tala sænsku. Svo vaknarðu og ferð í vinnuna. Þú ferð í strætó og lendir þar á milli Steins og Steindórs. Einhver sem heitir Jóhanna tekur feil á þér og manneskju sem hún hitti þegar hún tók bensín á bílinn síðast. Óþolandi vandamál sem hefur plagað þig að undanförnu leysist af sjálfu sér þann tólfta ef þú passar að hafa rúmfötin hrein. Ekki gleyma aftur að sturta niður í fyrramálið. Þér verða send dularfull en mjög mikilvæg skilaboð í gegnum gam- alt telextæki sem þú notaðir einu sinni. Því miður hefurðu ekki hug- mynd um hvar það er núna. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Steingeitur sem heita nafni sem byrjar á K og eiga Ray-Ban sólgler- augu detta mjög sennilega í lukkupottinn á sunnudaginn og finna í honum tvær sultukrukkur. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Þú ferð í bláberjaleit til Þingvalla á miðvikudaginn en finnur ekki nein enda enn bara júní. Það springur mjög sennilega á bílnum í baka- leiðinni, svona til að kóróna daginn. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Farðu út að hjóla og hjólaðu í verk- efnin sem setið hafa á hakanum hjá þér undanfarin ár. Mundu eftir lýsinu og ef þú sérð grábröndóttan kött þá skaltu hlaupa hratt í burtu. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Fólk í meyjarmerkinu sem á hænur má eiga von á góðum gestum áður en júní er á enda, nema þeir fresti heimsókninni fram í ágúst. Bakaðu samt pönnsur til öryggis. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Áhugi þinn á útblæstri vörubíla kemur sér vel þegar þér verður boðið á útblástursráðstefnu í Úg- anda. Lærðu að segja „Halló, ég kem með friði“ á úgandísku. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Þær breytingar verða á lífi þínu þann tuttugasta að þú breytist í samloku, sennilega með túnfisk- salati. Passaðu þig á því að blotna ekki of mikið í sundlaugunum. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Fólk í nautsmerkinu sem hefur verið að hugsa um að fá sér vind- skeið lætur loksins verða af því áður en mánuðurinn er á enda. Þú bragðar á gömlum blóðmör. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú hugleiðir að breyta lífi þínu til hins betra með því að hafa alltaf á þér nokkra hundraðkalla til að nota í hundraðkallasjálfsölum. Ekki gera samt of mikið úr málinu. Í júní verða liðin 10 ár frá því að myndirnar WALL-E , The Happ- ening , Kung Fu Panda og The Incredible Hulk voru frumsýndar, 20 ár frá því að The Truman Show , Mulan , Out of Sight og Six Days, Seven Nights voru frumsýndar, 30 ár síðan myndirnar Big , Bull Durham , Who Framed Roger Rabbit? og The Great Outdoors voru frumsýndar og 40 ár síðan Grease , Convoy og Heaven Can Wait voru frumsýndar. Afmælis- mynd mánaðarins er samt Rosemary’s Baby sem á 50 ára frumsýningarafmæli 12. júní. Fyrir þá sem ætla að fagna þessum eða öðrum tímamótum núna í júní má minna á að í ár eru 30 ár liðin síðan síðasta heimsmet í kampavínstappaflugi var sett, en það reyndist vera tæpir 54,2 metrar. Reynið að slá það næst þegar þið fagnið með kampavíni. Núna í júní kemur kvikmyndin DeathWish út á DVD og sjónvarps- leigunum en eins og alkunna er þá er hún endurgerð samnefndrar myndar frá árinu þar sem Charles Bronson lék hlutverkið sem Bruce leikur nú í endurgerðinni. Charles, sem hét í raun Charles Dennis Buchinsky, var fæddur árið 1921 og var einn af 15 börnum foreldra sinna sem voru frá Litháen. Ungur hóf hann vinnu við kolanámugröft en gekk síðan í herinn þegar hann hafði aldur til og barðist í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar heim var komið lagði hann stund á leiklist og svo fór að eftir að hafa fengið smáhlutverk hingað og þangað fékk hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk árið 1951 í gamanmynd Henrys Hathaway, You’re in the Navy Now . Charles lék á næstu árum í fjölmörgum myndum og þótt hann vekti enga sérstaka athygli þá vann hann sér með dugnaði, áhuga og ástundun smám saman inn það kredit sem þurfti til að fá að lokum hlutverk í stórsmelli, myndinni The Magni- ficent Seven árið 1960. Með leik sínum í henni sló hann loksins í gegn og á næstu 13 árum fylgdu fleiri stórsmellir með reglulegu millibili eins og The Great Escape , The Dirty Dozen , Guns for San Sebastian , Once Upon a Time in the West , RiderontheRain , RedSun , The Valachi Papers og Chato’s Land þar sem hann vann í fyrsta sinn með leikstjóranum Michael Winner. Í kjölfarið fylgdu myndirnar The Mechanic og The Stone Killer áður en kom að stórsmellinum Death Wish árið 1974, en þá var Charles fyrir löngu orðinn heimsþekktur og átti sér tryggan aðdáendahóp. Hann hélt síðan stöðugt áfram að leika á næstu árum í hinum ýmsu myndum, þ. á m. í fjórum framhaldsmyndum af Death Wish . Charles lék í sinni síðustu mynd árið 1999 en hann lést af völdum krabbameins 2003, 81 árs að aldri. Eitt það merkilegasta við hinn farsæla fimmtíu ára feril Charles Bronson er að þrátt fyrir ómældar vinsældir á meðal almennra kvik- myndahúsagestahlaut hannaldrei náð fyrir augum gagnrýnenda sem langflestir töldu hann frekar lélegan leikara sem væri alltaf eins í öllum myndum. Charles hlaut heldur aldrei ein einustu leiklistarverðlaun á ferlinum og fyrir utan eina tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir smáhlut- verk í sjónvarpsþætti árið 1961 var hann aldrei tilnefndur til neinna verðlauna heldur. Hann hlaut reyndar Golden Globe-verðlaunin árið 1972 en það var ekki fyrir leik heldur voru það svokölluð World Film Favorite-verðlaun fyrir vinsældir en þau verðlaun voru aflögð fyrir löngu. Það má svo sem alveg til sanns vegar færa að Charles Bronson hafi ekki verið mikill leikari en á móti kom að honum tókst ætíð að höfða til áhorfenda með sinni hrjúfu en alltaf viðkunnanlegu og vinalegu framkomu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=