Myndir mánaðarins, júní 2018

8 Myndir mánaðarins Ég skil ekki af hverju verið er að spyrja mig álits á heimsmálum og pólitík eins og mínar skoðanir á því skipti einhverju máli. Þær skipta engumáli. Ég er bara leikari. - Bruce Willis. Númer eitt er að sagan sé góð. Númer tvö er að í hlutverkinu felist áskorun, helst það mikil að ég efist um að ég geti tekið það að mér. Því meiri efi, því líklegri er ég til að skrifa undir samninginn. - Vincent D’Onofrio, um hlutverkin sem hann vill helst taka að sér. Nei, ekki lengur. Ég hélt einu sinni dagbók en svo fór alltaf svo mikill tími í að endurskoða það sem ég hafði skrifað og breyta því að ég hætti að skrifa í hana. - Elle Fanning, um það hvort hún haldi dagbók . Það síðasta sem ég myndi gera væri að lesa slúðurfréttir um leik- ara og hvað þeir eru að gera. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á því enda veit ég af eigin reynslu að slíkar fréttir gefa alltaf kolvitlausa mynd af viðkomandi. - Christian Bale . Ég geri engin sérstök plön varð- andi framtíðina. Mig langar bara að fá vinnu við að leika það sem eftir er ævinnar og kaupa mér hús uppi í sveit sem ég get gert upp og innréttað upp á nýtt og fyllt með gömlum bókum og fötum. - Rosamund Pike, um framtíðar- plönin . Við skulum orða þetta svona: Hve margir ætli þeir séu í Banda- ríkjunum sem hafa átt byssu en óska þess nú heitast að hafa aldrei fengið sér byssu? Ég mun aldrei komast í þann hóp enda mun ég aldrei fá mér byssu. - David Hasselhoff, um hvort hann sé með eða á móti frjálsri byssueign samborgara sinna . Ef ég á einhverja valmöguleika yfirleitt þá skiptir það mig mestu máli með hvaða fólki ég vinn. Handritið er í öðru sæti. - Christina Hendricks, um það hvernig hún velji sín hlutverk . Það versta sem ég veit er að hafa ekkert að gera. Ég verð að vinna til að halda mér heilbrigðum. - Johnny Galecki . Mér fannst handritið frábært og leikstjórinn frábær. Ég þurfti ekki meira til að ákveða mig. - Willem Dafoe, um hvers vegna hann hafi ákveðið að leika í The Florida Project . Ég hef aldrei fengið nein atvinnu- hlutverk án þess að fara fyrst í prufur. En ef manni tekst að vera fjárhagslega í sæmilegum málum þá verða prufutökur bara partur af vinnunni og mér finnst í dag hreinlega gaman að fara í þær og taka þátt í samkeppninni. Hins vegar er það mjög niðurdrepandi að fá nei þegar maður þarf nauð- synlega að fá vinnuna vegna pen- inganna. Slík staða hefur eyðilagt allt fyrir ófáum góðum leikurum. - Jamie Dornan. Listrænn metnaður er eitt. Peningar eru allt annað. Hvort tveggja þarf að vera til staðar en ef maður blandar þessu saman þá er maður búinn að vera. - Joel Edgerton . Segðu bara „o yellow o“. - David Oyelowo, spurður um rétt- an framburð á ættarnafni hans . Nei, í sjálfu sér er ég ekki hrædd við að leika nakin og sé ekkert að nektaratriðum svo framarlega sem þau eru smekklega gerð. Ég elska líkama minn og ef ein- hverjum finnst eitthvað ljótt við hann eða falleg nektaratriði yfirleitt þá er það þeirra vandamál, ekki mitt. Það er hins vegar alveg ofsalega leiðinlegt og óþægilegt að þurfa að bíða lengi nakin eftir að tökur hefjist eða haldi áfram. Þá þigg ég teppi. - Dakota Johnson . Já, en ég er bara ekkert fræg. Þótt ég eigi 44 ára leikferil að baki bæði á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndumþá getur enginnefnt eitt einasta verk sem ég hef leikið í nema fletta því fyrst upp. Ef þú spyrð einhvern umþetta þá færðu svarið: Hver er Lesley Manville? - Lesley Manville, spurð hvernig hún höndli frægðina . Aðhafaúthald. Þaðermikilvægast. - Lupita Nyong’o, spurð hvað sé henni mikilvægast í leiklistinni. Ég kýs að hafa í kringum mig einfalda en gagnlega hluti, t.d. vekjaraklukku. - Martin Freeman.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=