Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó
20 Myndir mánaðarins Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp Lagt upp í langferð Aðalhlutverk: Dhanush, Bérénice Bejo, Erin Moriarty, Barkhad Abdi, Gérard Jugnot, Ben Miller, Abel Jafri og Kay Greidanus Leikstjórn: Ken Scott Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 92 mín Vince Vaughn. Frumsýnd 4. júlí l Leikstjóri myndarinnar er Ken Scott sem sendi frá sér grínsmell- inn Starbuck árið 2011 og síðan endurgerð hennar, Delivery Man . Handritið er hins vegar eftir höfund sögunnar, Romain Puértolas, og Luc Bossi sem skrifaði m.a. handrit myndarinnar Mood Indigo . Sagan um Ajatashatru Oghash Rathod sem þóttist vera göld- róttur fakír og plataði heimafólk sitt í bænum Rajasthan á Indlandi til að láta sig fá peninga svo hann gæti farið til Parísar að kaupa naglarúm í IKEA. En málið reyndist ekki svo einfalt. Grín- og ævintýramyndin Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er byggð á samnefndri metsölubók franska rithöfundarins Romains Puer- tolas sem kom út árið 2013 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, þ. á m. á íslensku af Friðrik Rafnssyni á vegum JPV-bókaútgáfunnar árið 2014. Hér er um sérlega fyndna og skemmti- lega sögu að ræða en ferðalag fakírsins á eftir að verða mun umfangsmeira en hann hafði gert ráð fyrir þegar röð tilviljana breytir því í allsherjar Evrópureisu með fjölbreyttum hliðarævintýrum þar sem Ajatas- hatru eignast alls konar vini á ólíklegustu stöðum. Um leið er sagan líka flugbeitt háðsádeila á nútíma samfélag þar sem tekið er á sam- mannlegum þáttum eins og leitinni að ástinni, viðurkenningu og öryggi á viðsjárverðum tímum. Í heildina séð stendur þó upp úr að Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er ein besta „feel good“-myndársins ogum leiðmynd fyrir alla kvikmyndaunnendur. Aðalhlutverkið í myndinni, hlutverk plat-fakírsins Ajatashatrus Oghash Rathod, er í höndum tamíl-indverska leikarans Venkatesh Prabhu sem er betur þekktur undir sviðsnafni sínu, Dhanush. Þau Marie og Gustave (Erin Moriarty og Gérard Jugnot) eru tvær af þeim persónum sem Ajatashatrus hittir á ferðum sínum og eiga þau bæði eftir að hafa veruleg áhrif á sögu hans, hvort á sinn hátt. Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp Í upphafi sögunnar kynnumst við Ajatashatrus, eða Aja eins og hann var ætíð kallaður, í æsku. Það er Hearty Singh sem leikur hann ungan. Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í punktunum til hægri gerði Ken Scott hina stórskemmtilegu mynd Starbuck árið 2011 sem hann síðan endurgerði á ensku undir heitinu Delivery Man árið 2013. Hver fór með aðalhlutverkið í ensku útgáfunni? Gamanmynd Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=