Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó
21 Myndir mánaðarins Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Jafnvel skrímsli þurfa frí Íslensk talsetning: Orri Huginn Ágústsson, Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Salka Sól Eyfeld, Sigurbjartur Sturla Atlason, Heiðar Þórðarson, Valdimar Örn Flygenring, Hjálmar Hjálmarsson, Gísli Rúnar Jónsson, Björgvin Franz Gíslason og fleiri Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 97 mín Frumsýnd 11. júlí Þegar Mavis, dóttir Drakúla, fær áhyggjur af stöðugri vinnu- semi föður síns ákveður hún að skipuleggja frí fyrir þau og helstu vini þeirra – frí sem verður þeim öllum ógleymanlegt! Drakúlagreifimætir aftur í bíó11. júlí ásamt dóttur sinni, eiginmanni hennar og nokkrum bestu vinum þeirra og halda þau nú suður á bóginn þar semævintýraferð með skemmtiferðaskipi bíður þeirra. Hugmyndin er að slaka almennilega á í tunglskinsblíðunni og til að byrja með virðist það ætla að takast. En þegar Drakúla verður yfir sig hrifinn af skipstjóranum Eriku vandast málin því undir blíðu og fáguðu yfirborðinu er Erika allt önnur kona en hún þykist vera ... Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Teiknimynd Fyrri tvær Hótel Transylvanía -myndirnar slógu í gegn enda sérlega fjörugar og fyndnar mynd sem allir á öllum aldri kunna að meta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=