Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó
22 Myndir mánaðarins Skyscraper Ekki líta niður Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Neve Campbell, Roland Møller, Pablo Schreiber, Noah Taylor, Hannah Quinlivan, Kevin Rankin og Matt O’Leary Leikstjórn: Rawson Marshall Thurber Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri 102 mín Scream. Frumsýnd 11. júlí l Skýjakljúfurinn sem Will Sawyer þarf að klífa í Skyscraper nefnist Perlan vegna „perlunnar“ á toppi hans sem sést á myndinni hér fyrir ofan, en hún á eftir að koma talsvert við sögu í atburðarásinni. l Þess má til gamans geta að svo vel fer á með þeim Dwayne John- son og leikstjóranum Rawson Marshall Thurber að þeir eru þegar byrjaðir á gerð sinnar þriðju myndar saman en hún nefnist Red Notice og verður, ef áætlanir ganga eftir, frumsýnd sumarið 2020. Þegar árás er gerð á hæstu byggingu heims í Hong Kong og skæður eldur brýst út ofarlega í henni er yfirmanni öryggis- mála í turninum og fyrrverandi sérsveitarmanninum Will Sawyer kennt um. Blásaklaus af verknaðinum lendir Will nú í kapphlaupi við að hreinsa nafn sitt en það sem er enn mikil- vægara fyrir hann er að bjarga eiginkonu sinni og tveimur börnum sem eru afkróuð í turninum - fyrir ofan eldhafið. Skyscraper er önnur myndin sem þeir Dwayne Johnson og leikstjór- inn og handritshöfundurinn Rawson Marshall Thurber gera saman en sú fyrri var Central Intelligence sem var frumsýnd 2016. Þar voru þeir í gríngírnum sem einkennt hefur myndir Rawsons, t.d. We’re the Millers og Dodgeball: A True Underdog Story , en í þetta sinn er heldur betur annað uppi á teningnum og verður gaman að sjá útkomuna. Eftir að Will Sawyer er sakaður um að bera ábyrgð á árásinni á turn- inn þarf hann í fyrsta lagi að komast undan lögreglunni og í öðru lagi upp á efri hæðir turnsins þar sem fjölskylda hans er innikróuð. Til þess þarf hann ekki bara að komast í gegnum eldhafið heldur líka í gegnum hóp hryðjuverkamannanna sem gerðu árásina. Og þótt honum takist það eru erfiðleikarnir rétt að byrja því þá er eftir að komast aftur niður ásamt eiginkonunni og börnunum tveimur ... Skýjakljúfurinn þar sem atburðir myndarinnar gerast að mestu er engin smásmíði heldur hæsta bygging í heimi og teygir sig í 1.066 metra hæð. Danski leikarinn Roland Møller leikur einn þeirra sem bera ábyrgð á árásinni á turninn. En hvað gengur honum og mönnum hans til? Skyscraper Neve Campell leikur eiginkonu Wills Sawyer sem ásamt tveimur börnum þeirra króast af uppi í turninum þegar eldurinn brýst út. Veistu svarið? Neve Campell hefur verið sjaldséð á hvíta tjaldinu að undanförnu en hún á 27 ára leikferil að baki og má segja að stjarna hennar hafi risið hæst árið 1996 þegar hún lék Sidney Prescott í frægri mynd sem gat svo af sér þrjár framhaldsmyndir. Hvaða mynd? Spennumynd / Hasar Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=