Myndir Mánaðarins, júlí 2018- Bíó

26 Myndir mánaðarins The Equalizer 2 Í þetta sinn er það persónulegt 115 mín Carbon Copy. l The Equalizer 2 er fyrsta framhaldsmyndin sem leikstjórinn Antoine Fuqua gerir og sú fyrsta sem Denzel Washington leikur í á ferlinum. l Þetta er í fjórða sinn sem Denzel Washington leikur í mynd eftir Antoine Fuqua því fyrir utan fyrri Equalizer -myndina lék hann líka í myndunum Training Day og The Magnificent Seven . l Myndin sækir bæði heiti sitt og aðalpersónu, Robert McCall, til samnefndra sjónvarpsþátta sem gerðir voru á árunum 1985 til 1989 og nutu mikilla vinsælda, m.a. í sjónvarpi hér á landi. Í þáttunum var það breski leikarinn Edward Woodward sem lék McCall, en Woodward lést í nóvember árið 2009, 79 ára að aldri. Robert McCall heldur áfram að útdeila sínu eigin réttlæti til þeirra semgerast sekir umglæpi gegn samborgurumhans og hikar ekki við að senda þá yfir móðunamiklu ef þeir sýnamót- þróa. Þegar góð vinkona hans ermyrt kemur því ekkert annað til greina en að finna þá seku og láta þá gjalda fyrir þá gjörð. Uppáhaldsleikari margra kvikmyndaunnenda, Denzel Washing- ton, snýr aftur í bíó þann 18. júlí sem hinn eitilharði Robert McCall, en hann er eins og flestir vita nokkurs konar eins manns rannsókn- arteymi og dómstóll – og aftökusveit ef því er að skipta. Í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert takast á við barnaræningja á sinn hátt áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt í árás sem engar haldbærar skýringar eru á. Robert einhendir sér að sjálfsögðu þegar í málið, staðráðinn í að uppgötva ástæður árásarinnar og refsa þeim seku ... Robert McCall er ekki vanur að sýna glæpamönnum neina miskunn og út af þeirri venju mun hann síður en svo bregða í þessari mynd. Þótt Robert McCall hafi sagt skilið við lögreglustarfið nýtir hann enn skjöldinn til að komast á vettvang glæpanna sem hann rannsakar. The Equalizer 2 Fyrir utan Robert McCall snúa tvær persónur úr fyrri myndinni aftur, þ.e. Brian sem Bill Pullman leikur og Susan sem Melissa Leo leikur, en hún er sú eina sem þekkir fortíð Roberts jafn vel og hann sjálfur. Veistu svarið? Denzel Washington fagnar um þessar mundir fjörutíu ára leikafmæli en eftir að hafa leikið í smá- hlutverkum í sjónvarpi í nokkur ár má segja að hann hafi slegið í gegn í sinni fyrstu bíómynd 1981 þar sem hann lék son Georges Segal. Hvaða mynd var það? Spenna / Hasar Punktar .................................................... Aðalhlutverk: Denzel Washington, Pedro Pascal, Bill Pullman, Melissa Leo, Sakina Jaffrey, Jonathan Scarfe, Orson Bean og Caroline Day Leikstjórn: Antoine Fuqua Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 18. júlí

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=