Myndir mánaðarins, júlí 2018

15 Myndir mánaðarins 6. júlí 102 mín Aðalhl.: Colin Firth, Rachel Weisz, David Thewlis og Mark Gatiss Leikstjórn: James Marsh Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Sönn saga Donalds Crowhurst sem freistaði þess árið 1968 að verða fyrstur til að sigla í kringumhnöttinn einn síns liðs og án viðkomu í öðrum löndum. Í byrjun árs árið 1968 ákvað breska stórblaðið Sunday Times að efna til samkeppni um hver yrði fyrstur til að sigla einn síns liðs í kringum hnöttinn án viðkomu og fór svo að níu manns skráðu sig í keppnina. Einn þeirra var Donald Crowhurst, frístundasiglari, rafmagnstæknifræðingur, uppfinningamaður og þriggja barna faðir. Donald var í fjárhagsörðugleikum og leit á keppnina sem leið út úr þeim kröggum því jafnvel þótt honum tækist ekki að sigra myndi auglýsingagildið hjálpa honum að bjarga fyrirtækinu sem hann hafði sett á stofn til að framleiða uppfinningar sínar. Donald tókst að sannfæra fjárfesta um að fjármagna ferðina, þ. á m. smíði á bát sem hlaut heitið Teignmouth Electron, og lagði svo í hann 31. október 1968. Úr varð einhver umtalaðasta sjóferð sem farin hefur verið ... Hvað kom fyrir Donald Crowhurst? Colin Firth leikur Donald Crowhurst sem freistaði þess að verða fyrstur til að sigla einn síns liðs og viðkomlaust í kringum hnöttinn. Punktar ............................................................................................ l Myndin er gerð af James Marsh sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2009 fyrir heimildarmynd sína, Man on Wire , og gerði svo hina margverðlaunuðu mynd The The- ory of Everything árið 2014. l Hnattsigling Donalds Crowhurst vakti heimsathygli á sínum tíma, ekki bara vegna mettilraunarinnar sjálfrar heldur vegna þess að ferð hans snerist upp í ráðgátu sem tók langan tíma að fá nokkurn botn í og er hluti hennar reyndar enn óráðinn. HHHH - Empire HHHH - Total Film HHH 1/2 - Variety HHH - Screen The Mercy – Ronja ræningjadóttir 6. júlí 100 mín Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju ræningjadóttur Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þessi 26-þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke . Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti. Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um- hverfis kastalann þar semalls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra sínum, strák, sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar breytist allt ... Þessi útgáfa inniheldur þætti 5 til 8 sem hver fyrir sig er 25 mínútur að lengd. Þess má geta að þættirnir hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin 2016 í flokki teiknaðs barnaefnis. Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=