Myndir mánaðarins, júlí 2018
16 Myndir mánaðarins 6. júlí 89 mín Aðalhl.: Joaquin Phoenix, Judith Roberts og Ekaterina Samsonov Leikstjórn: Lynne Ramsay Útgef.: Myndform VOD Sálfræðitryllir Þegar fyrrverandi sérsveitar- og FBI-manninum Joe er falið að hafa uppi á ungri stúlku sem seld hefur verið mansali á vændishús í New York kemst hann brátt að því að björgun hennar gæti kostað hann allt, jafnvel lífið. You Were Never Really Here er gerð eftir samnefndri skáldsögu Jonathans Ames og þeir sem hafa lesið hana vita að hér er ekki allt sem sýnist því að á bak við hinn rauða þráð aðalsögunnar er allt önnur og öðruvísi atburðarás sem kemur smám saman í ljós eftir því sem á líður. Um þá atburðarás megum við þó ekki upplýsa. Hvað býr hér að baki? Joaquin Phoenix í hlutverki sínu sem Joe. Punktar ............................................................................................ l Eins og sjá má hefur myndin fengið toppdóma gagnrýnenda og hlaut þess utan fyrstu verðlaun fyrir leik Joaquins Phoenix og leik- stjórn Lynne Ramsey á kvikmynda- hátíðinni í Cannes þar sem myndin var einnig tilnefnd til Gullpálmans. l You Were Never Really Here þykir ekki síðri en síðasta mynd Lynne Ramsey, We Need to Talk About Kevin , en hún er af mögum talin á meðal bestumynda ársins 2011. Þeir sem kunnu vel að meta þá mynd og hinn áhrifaríka frásagnarstíl Lynne ættu því að kunna að meta þessa. HHHHH - Time HHHHH - R.Ebert.com HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - Village Voice HHHHH - Screen Internat. HHHHH - Variety HHHHH - The Telegraph HHHHH - CineVue HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - Time Out HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Guardian You Were Never Really Here – The Boy Downstairs 6. júlí 91 mín Aðalhl.: Zosia Mamet, Matthew Shear, Deirdre O’Connell og Sarah Ramos Leikstj.: Sophie Brooks Útg.: Myndform VOD Gamandrama Diana er rithöfundur sem eftir að hafa stundað nám í London flytur til New York þar sem hún leigir sér íbúð. Þegar hún er að flytja inn uppgötvar hún hins vegar að sá sem býr á jarðhæðinni er fyrrverandi unnusti hennar, Ben. The Boy Downstairs er rómantískt gamandrama sem þykir einkar vel skrifað og leikið og hefur fengið mjög góða dóma margra gagnrýnenda. Vandamálin við hin endurnýjuðu kynni Diönu og Bens eru annars vegar að þau eru í raun enn ástfangin hvort af öðru og gerðu samband sitt í raun aldrei upp og hins vegar að Ben býr nú með annarri konu. Það kallar auðvitað á árekstra af ýmsum toga, og spurningin er hvort á aðstæðum þeirra sé til lausn, og þá að sjálfsögðu hvaða ... Ást á milli hæða Zosia Mamet og Matthew Shear í hlutverkum sínum í The Boy Downstairs en þau þykja ná einstaklega vel saman sem þau Diana og Ben. Punktar ............................................................................................ l Sú sem leikur Diönu, ZosiaMamet, á fimmtán ára leikferil að baki og þótt hún hafi leikið í ýmsum myndum er hún sennilega þekktust fyrir leik í sjónvarpsseríunum United States of Tara , Parenthood , Mad Men og núna síðast, Girls . Þess má geta að Zosia er dóttir leikritaskáldsins Davids Mamet og leikkonunnar Lindsay Crouse og að nafn hennar er borið fram „sasja“. l Svipaða sögu má segja af leikferli mótleikara Zosiu, Matthews Shear, en mesta athygli hefur hann sennilega vakið í hlutverki Luciusar Isaacson í sjónvarpsþáttunum The Alienist . HHHH - H. Reporter HHHH - Los Angeles Times HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Playlist HHH 1/2 - Variety HHH - Empire HHH - Village Voice
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=