Myndir mánaðarins, júlí 2018

17 Myndir mánaðarins Game Night Lífshættulegur leikur Aðalhlutverk: Jason Bateman, Rachel McAdams, Jesse Plemons, Billy Magnussen, Kyle Chandler, Sharon Horgan, Kylie Bunbury, Joshua Mikel og Lamorne Morris Leikstjórn: John Francis Daley og Jonathan Goldstein Bíó: Síminn og Vodafone Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie). 9. júlí l Game Night hefur fengið góða dóma og það er óhætt að mæla með henni við alla sem langar að sjá verulega skemmtilega mynd. l Þetta er í annað sinn semþau Jason Bateman og Rachel McAdams leika saman í mynd en það gerðu þau einnig árið 2009 í spennu- myndinni State of Play . Hins vegar er þetta í þriðja sinn sem Jason vinnur með leikstjórunum John Francis Daley og Jonathan Gold- stein því hann lék eins og flestir ættu að muna í Horrible Bosses - myndunum sem þeir John og Jonathan skrifuðu handritin að. Þrenn hjón semhafa komið sér upp þeirri venju að hittast viku- lega og spila leiki fá um nóg að hugsa þegar nýr og spennandi morðleikur er kynntur fyrir þeim og gengur út á að safna vís- bendingum sem geta leitt til þess að sökudólgurinn finnist. Það kemur auðvitað brátt í ljós að í raun er þetta enginn leikur! Game Night er mjög fyndin og dálítið svört kómedía í anda mynda eins og Horrible Bosses - og Hangover -myndanna. Þau Jason Bate- man og Rachel McAdams leika hjónin Max og Annie sem vita fátt skemmtilegra en hin svokölluðu leikjakvöld sem þau halda viku- lega ásamt tvennum vinahjónum sínum og ganga út á að spila eitthvert spil eða fara í einhvern leik saman. Eitt kvöldið fá þau tilboð um að taka þátt í nýjum leik og þar með hefst fyndin og fjörug atburðarás ... en einnig lífshættulegri en þau gat grunað. Hjónin Max og Annie (Jason Bateman og Rachel McAdams) setja persónuleg ágreiningsefni sín til hliðar á leikjakvöldunum og eru hér ásamt bróður Max, Brooks (Kyle Chandler) sem verður á óvæntan hátt bæði kveikjan að næsta leik og örlagavaldur sögunnar. Hjónin sem taka þátt í leiknum grunar ekki hvað bíður þeirra. Game Night Það líður ekki á löngu uns það byrjar að renna tvær grímur á þátt- takendurna í leiknum enda reynist hann snúnari en þau ætluðu. Gamanmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Jason Bateman á langan feril að baki sem leikari en hann var aðeins ellefu ára þegar hann hóf að leika í frægum sjónvarpsþáttum sem m.a. nutu mikilla vinsælda hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. Hvaða þekktu sjónvarpsþættir voru það? HHHHH - VillageVoice HHHH 1/2 -Wrap HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 RogerEbert.com HHHH -E.W. HHHH -Empire HHH 1/2 -Variety HHH 1/2 - R. Stone HHH - The Guardian 100 mín VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=