Myndir mánaðarins, júlí 2018

18 Myndir mánaðarins 11. júlí 98 mín Aðalhlutv.: Claire Foy, Joshua Leonard og Jay Pharoah Leikstj.: Steven Soderbergh Útg.: Síminn og Vodafone VOD Sálfræðitryllir Sawyer Valentini er ung kona sem um langt skeið hefur glímt við eltihrelli semvirðist fylgjastmeð hverju skrefi hennar. Hún hefur reynt allt til að losna við hann, skipt um síma, heimilisfang og meira að segja flutt til annarrar borgar, en allt kemur fyrir ekki. En er þessi eltihrellir hennar raunverulegur? Unsane er nýjasta mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Stevens Soderbergh sem á að baki myndir eins og Logan Lucky , Magic Mike , Side Effects , Haywire , Contagion , Ocean’s -myndirnar, Traffic , Erin Brockovich , The Limey , Out of Sight og fleiri góðar. Hér býður hann áhorfendum upp á enn eitt þemað sem segja má að séu skilin á milli raunveruleikans og ímyndunar: Er eltihrellir Sawyer til í alvörunni eða er hann kannski bara ímyndun hennar eins og sumir virðast halda? Svarið við þessu er langt frá því að vera einfalt, enda kemur það áhorfendum í opna skjöldu ... Hverju áttu að trúa? Claire Foy í hlutverki sínu sem Sawyer Valentini. l Enska leikkonan Claire Foy hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni en hún er nánast í hverjum einasta ramma hennar, frá upphafi til enda. l Myndinni, sem er öll tekin upp á IPhone 7, hefur verið líkt við stórsmellinn Get Out þar sem aðalpersónan glímdi einmitt líka á tímabili við skilin á milli raunveru- leikans og ímyndunar. Unsane – Tank 432 Punktar ............................................................................................ HHHH 1/2 - The Wrap HHHH - Los Angeles Times HHHH - Empire HHHH - Variety HHHH - Total Film HHHH - IGN HHH 1/2 - CineVue 13. júlí 88 mín Aðalhl.: Rupert Evans, Steve Garry, Deirdre Mullins og Michael Smiley Leikstj.: Nick Gillespie Útgef.: Myndform VOD Tryllir Nokkrir málaliðar eru á leiðinni til baka í heimastöðvarnar með tvo fanga þegar þeir lenda í baráttu við ósýnilegan óvin sem er ekki af þessum heimi. Tank 432 er tryllir með hrollköldu ívafi og sálarspennu sem hentar áreiðanlega ekki áhorfendum með innilokunarkennd. Við kynnumst hér sex málaliðum, þeim Reeves, Karlsson, Gantz, Capper, Evans og Smith sem eru á heimleið í gegnum skóglendi með tvo fanga sem þeim var gert að sækja þegar á þá er ráðist. Þeir sjá hins vegar ekki óvininn og neyðast til að leita skjóls í yfirgefnum bryndreka sem verður á vegi þeirra. En þá hefst martröð þeirra fyrir alvöru ... Engin leið út Spennan verður óbærileg þegar málaliðarnir uppgötva að þeirra bíður bráður bani takist þeim ekki að koma bryndrekanum sem þeir eru innilokaðir í í gang og burt af svæðinu. Punktar ............................................................................................ l Myndinni og söguþræði hennar hefur verið líkt við blöndu af sögum myndanna Dog Soldiers og Jacob’s Ladder . Það ætti að gefa þeim sem séð hafa þær myndir eða þekkja efni þeirra nokkuð góða vísbendingu um efnishugmyndina í Tank 432 .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=