Myndir mánaðarins, júlí 2018

19 Myndir mánaðarins The Death of Stalin Baráttan um völdin Aðalhlutverk: Steve Buscemi, Simon Russell Beale, Rupert Friend, Jason Isaacs, Michael Palin, Andrea Riseborough, Jeffrey Tambor, Olga Kurylenko og Paddy Considine Leikstjórn: Armando Iannucci Útgefandi: Myndform 132 mín Níkíta Krúsjoff. 13. júlí l The Death of Stalin hefur hlotið toppdóma eins og sést á stjörnu- gjöfinni hér fyrir ofan og er með 8,8 í meðaleinkunn rúmlega fjöru- tíu gagnrýnenda á Metacritic.com og 9,6 á RottenTomatoes.com. l Flest það semgerist í myndinni er byggt á raunverulegumatburð- um þótt þeir hafi kannski ekki gerst með þeim hætti eða við þær aðstæður sem myndin lýsir. Þannig er t.d. kossinn sem Molotov rekur Krúsjoff tilvísun í kossinn fræga sem Bresnéff rak Erich Hon- ecker í heimsókn þess fyrrnefnda til Austur-Berlínar árið 1979. Fleiri slík atriði er að finna í myndinni, þ.e. tilvísanir í atburði sem gerðust fyrir utan tímaramma myndarinnar sjálfrar, en fá að fljóta með til að gefa áhorfendum meiri tilfinningu fyrir andrúmsloftinu sem var ríkjandi í Sovétríkjunum bæði fyrir og eftir dauða Stalíns. l The Death of Stalin er að hluta til byggð á frönsku teiknimynda- sögunni La mort de Staline eftir þá Fabien Nury og Thierry Robin. l Menningarmálaráðuneyti Rússlands bannaði þessa mynd 23. jan- úar síðastliðinn á þeim grunni að hún vanvirti rússneska sögu, þjóð- sönginn, fánann og heiðursverðlaun ríkisins auk þess að vera móðg- andi við þá sem börðust fyrir Sovétríkin í síðari heimsstyrjöldinni. Einn alræmdasti harðstjóri sögunnar, Jósef Stalín, lést 5. mars árið 1953 eftir að hafa fengið heilablóðfall fjórumdögum fyrr. Þar sem hann hafði ekki skilið eftir nein fyrirmæli um arftaka sinn hófst þá þegar alveg makalaust valdatafl hæst settu mannanna í stjórn hans í Kreml sem hér er gert stólpagrín að. Þessi nýjasta mynd skoska leikstjórans margverðlaunaða, Armand- os Iannucci ( In the Loop ), hefur eins og fyrri verk hans og ádeilur hlotið frábæra dóma og ætti ekki að fara fram hjá neinum kvik- myndaunnendum sem kunna aðmeta gott grín og svartan húmor. Fjölmargir frábærir leikarar bregða sér hér í hlutverk nokkurra helstu ráðamanna Sovétríkjanna sem tókust á um völdin eftir dauða Stal- íns árið 1953 og er óhætt að segja að þeir fari allir semeinn á kostum. Valdataflið hófst strax þegar ljóst varð að Stalín var búinn að vera og einkenndist að miklu leyti af því að hver og einn sem starfaði í Kreml á þessum tíma gat átt von á því að vera tekinn af lífi án fyrirvara. Á myndinni má sjá þá Steve Buscemi, Jeffrey Tambor, Paul Whitehouse og Simon Russell Beale sem leika þá Krúsjoff, Malenkov, Mikoyan og Beria en það er Adrian McLoughlin sem leikur hinn fallna leiðtoga. The Death of Stalin Jeffrey Tambor leikur Georgy Malenkov sem tók að hluta við völdunum eftir dauða Stalíns en átti ekki eftir að halda þeim lengi. Satíra / Svartur húmor Punktar .................................................... Veistu svarið? The Death of Stalin ætti síst af öllu að fara fram hjá áhugafólki um sögu og stjórnmál því þótt hér sé um satíru að ræða eru sannleikskornin í myndinni mörg. En hver var kosinn aðalritari sovéska kommúnista- flokksins eftir dauða Stalíns, þ.e. í september 1953? HHHHH - Empire HHHHH - L.A. Times HHHHH - N.Y. Times HHHHH -Total Film HHHHH -Guardian HHHHH -TimeOut HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - H.Reporter HHHH - Screen VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=