Myndir mánaðarins, júlí 2018
20 Myndir mánaðarins 13. júlí 98 mín Aðalhlutv.: Harris Dickinson, Madeline Weinstein og Kate Hodge Leikstj.: Eliza Hittman Útg.: Myndform VOD Drama Frankie er ungur maður, mitt á milli þess að vera unglingur og fullorðinn, og hefur ekki markað sér neina lífsstefnu. Hann flækist umBrooklyn eins og rekald á hverjum degi og skiptir tíma sínum á milli þess að hitta nýtilkomna unnustu sína, vinina sem eru flestir að fikta við eiturlyf og á netinu þar sem hann reynir að komast í kynni við eldri menn sem greiða honum fyrir kynlíf. Kvikmyndaáhugafólk semkann aðmeta sögur úr raunveruleikanumætti alls ekki að missa af Beach Rats semmargir gagnrýnendur telja eina bestu mannlífsstúdíu undanfarinna ára og um leið eina bestu mynd ársins 2017. Í myndinni fá áhorf- endur að fylgjast náið með gjörðum Frankies og hugarheimi hans, og um leið stöðugt meiri erfiðleikum hans við að leyna alla því hver hann er í raun og veru ... Siglt í strand Leikstjóri og handritshöfundur Beach Rats , Eliza Hittman, ásamt Harris Dickinson sem leikur Frankie og Madeline Wein- stein sem leikur unnustu hans, Simone. l Beach Rats hefur unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum, t.d. fyrstu verðlaun fyrir leikstjórn á Sundance-hátíðinni þar sem hún var einnig tilnefnd til dómnefndar- verðlaunanna í flokki dramamynda. l Þá hefur breski leikarinn Harris Dickinson hlotið fjölmargar viður- kenningar fyrir leik sinn í aðalhlut- verkinu, t.d. fyrstu verðlaun frá samtökum gagnrýnenda í London og tilnefningu til Spirit-verðlaunanna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Punktar ............................................................................................ HHHHH - Village Voice HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Variety HHHH - Hollyw. Reporter HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH - E.W. HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - Guardian Beach Rats – Nils Holgersson Íslenskt tal 6 4 þættir 25-31 Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða fjórðu seríu útgáfunnar sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti. Komdu með í ævintýraferð 13. júlí 90 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Nils Holgersson og fjölbreytt ævintýri hans Útgefandi: Myndform l Sænska skáldkonan Selma Ottilia Lovisa Lagerlöf (1858–1940) gaf bókina um Nils Holgersson ( Nils Holgerssons underbara resa genom Sverige ) út árið 1904, en hún var upphaflega skrifuð að beiðni sænska kennarasambandsins til að nota við landafræðikennslu barna. Bókin varð þó fljótt vinsæl á meðal almennings og var á næstu árum og áratugum þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á íslensku árið 1946 af Marinó L. Stefánssyni og hét þá Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð . Sagan var svo lesin í útvarpinu af Huldu Runólfsdóttur og naut sá lestur ómældra vinsælda landsmanna á sínum tíma. Þess má geta að Selma Lagerlöf varð árið 1909 fyrsti Svíinn og um leið fyrsta konan til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Punktar ............................................................................................ VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=