Myndir mánaðarins, júlí 2018
21 Myndir mánaðarins 13. júlí 107 mín Aðalhlutverk: Ross Lynch, Alex Wolff, Anne Heche og Dallas Roberts Leikstjórn: Marc Meyers Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt My Friend Dahmer Hörkugóð, sannsöguleg mynd um unglingsár fjöldamorðingjans Jeffreys Dahmer, en myndin er gerð eftir samnefndri bók Johns Backderf sem var einn fárra sem vinguðust við Jeffrey í framhaldsskóla og kynntist honum. Jeffrey Dahmer (1960–1994) var einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Banda- ríkjanna en hann var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi árið 1992. Myndin ger- ist hins vegar á árunum 1974–1978 þegar Jeffrey sótti Revere-framhaldsskólann í bænum Bath í Ohioríki og lýsir á eins sannferðugan hátt og nokkur kostur var að- stæðum hans og atferli á þeim árum, allt þar til hann framdi sitt fyrsta morð ... Fjöldamorðingi verður til Punktar ............................................................................................ l Handrit myndarinnar var árið 2014 á svarta listanum svokallaða yfir bestu handritin í Hollywood sem biðu kvikmyndunar. Það er eftir höfund sögunnar, John Backderf, og leikstjórann Marc Meyers. l Myndin var að stærstum hluta tekin upp þar sem hún gerist, þ.m.t. í götunni þar sem Jeffrey Dahmer bjó á skólaárunum, en þar framdi hann einnig sitt fyrsta morð aðeins átján ára að aldri. HHHHH - H. Reporter HHHH 1/2 - Village Voice HHHH 1/2 - Variety HHHH - Time Out HHHH - Screen Internat. HHH 1/2 - Rolling Stone Johnny Depp brá undir sig betri fætinum á dögunum og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni, The Hollywood Vampires, á Wembley- leikvanginum í London 20. júní. Tveimur dögum síðar var hann og sveitin hins vegar mætt á Helfest-rokkhátíðina í Clisson í Frakklandi og hafði greinilega gefið sér tíma á leiðinni þangað til að fá sér nýja klippingu. Jonah Hill ákvað líka að fá sér nýtt hárútlit og litaði það tyggjóbleikt í New York þar sem þessi mynd var tekin 22. júní. Kannski er tilefn- ið eitthvert hlutverk, kannski bara í gamni. Það er Ross Lynch sem leikur Jeffrey Dahmer og eins og sést á innfelldu myndinni sem er af Dahmer sjálfum var lögð mikil áhersla á líkindi þeirra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=