Myndir mánaðarins, júlí 2018

22 Myndir mánaðarins A Quiet Place Ekki gefa frá þér eitt einasta hljóð! Aðalhlutverk: Emily Blunt, John Krasinski, Noah Jupe, Leon Russom, Millicent Simmonds og Cade Woodward Leikstjórn: John Krasinski Útgefandi: Síminn og Vodafone 95 mín Julie Andrews. 18. júlí l Þetta er í fyrsta sinn sem hjónin John Krasinski og Emily Blunt leika saman í bíómynd ef frá er talin myndin The Muppets árið 2011 þar sem þau léku reyndar hvort í sínum atriðunum en ekki saman. l Þar sem persónur myndarinnar mega ekki gefa frá sér neitt hljóð tala þær að mestu saman á fingramáli sem leikararnir þurftu að læra fyrir utan Millicent Simmonds sem er heyrnarlaus í raun. A Quiet Place gerist í náinni framtíð þegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mannkyns. Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífshættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frá sér nein hljóð því ef þau gera það þá ráðast þessi skrímsli á þau. En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa nokkurn tíma frá sér hljóð? Svar: Það er ekki hægt. Háspennutryllirinn The Quiet Place hlaut bæði frábæra dóma gagn- rýnenda og sérlega góðar viðtökur almennra áhorfenda þegar hann var sýndur í kvikmyndahúsum enda tvímælalaust einhver sá mest spennandi sem gerður hefur verið á undanförnum árum. Við förum ekki nánar út í söguna en gert er hér fyrir ofan til að skemma ekki fyrir þeim semætla að leigja sér myndina á VOD-leigunum en leyfum okkur samt að segja að hún byrjar með látum og heldur síðan áhorfendum rígföstum við sætin allt fram á síðustu sekúndu ... John Krasinski bæði leikstýrir myndinni og leikur eitt aðalhlutverkið, föðurinn Lee sem þarf stöðugt að hafa áhyggjur af því að börn hans og eiginkonunnar, Evelyn, gefi frá sér hljóð – sem yrði þeirra bani. Emily Blunt leikur Evelyn og hin unga og stórefnilega Millicent Simmonds leikur hina heyrnarlausu dóttur hennar, Regan. A Quiet Place Myndin var tekin upp á 36 dögum og gerast útiatriðin að mestu í nágrenni bæjanna Little Falls og Beacon í uppsveitum New York-ríkis. Tryllir Punktar .................................................... Veistu svarið? Enska leikkonan Emily Blunt mun næst birtast okkur í nýrri mynd um hina göldróttu barnfóstru Mary Poppins þar sem hún leikur titilhlutverkið. En hver var það sem lék Mary í hinni frægu og samnefndu mynd sem var gerð árið 1964? VOD HHHHH - Guardian HHHHH -W. Post HHHHH - L.A. Times HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - ReelViews HHHH 1/2 - R. Stone HHHH - E.W. HHHH - Empire HHHH - Total Film HHHH - TimeOut HHHH - Telegraph HHHH - IndieWire HHHH - CineVue

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=