Myndir mánaðarins, júlí 2018
24 Myndir mánaðarins 20. júlí 98 mín Aðalhlutv.: Alicia Vikander, James McAvoy og Alex- ander Siddig Leikstj.: WimWenders Útg.: Myndform VOD Drama Submergence er nýjastamyndWimWenders, enhún er gerð eftir samnefndri skáldsögu J.M. Ledgardog segir óvenjulega ástarsögu tveggja einstaklinga. John Moore er skoskur útsendari bresku leyniþjónustunnar sem hefur verið tek- inn höndum af sómölskum jihadistum og bíður nú örlaga sinna í gluggalausum klefa. Á sama tíma er djúpsjávarljósmyndarinn Danielle Flinders á leiðinni niður á botn Grænlandshafs til að taka myndir. Á þessari örlagastundu í lífi þeirra beggja sameinast hugur þeirra í upprifjun á þeirra fyrstu kynnum, atburðarásinni eftir það og ákvörðununum sem leiddu þau í sporin sem þau eru í núna ... Ástin á sér engin takmörk James McAvoy og Alicia Vikander í hlutverkum sínum sem þau James og Danielle. l Myndin er að mestu tekin upp í Frakklandi og á Spáni en sá hluti hennar sem gerist undan ströndum Grænlands er í raun tekin upp í og við Færeyjar. Punktar ............................................................................................ HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH - Screen Intern. HHH - IndieWire Submergence – Hinrik hittir ... 20. júlí 35 mín Teiknimyndir um hann Hinrik sem hittir nýjar persónur á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Hinrik er lítill drengur sem eins og aðrir á hans aldri er forvitinn um allt og duglegur við að spyrja spurninga. Það kemur sér því vel að á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja nýja persónu sem getur svalað forvitni hans. Teiknimyndaþættirnir um Hinrik hafa notið mik- illa vinsælda á sjónvarpsstöðvum, þ. á m. á RÚV. Í þessum þáttum geta allir talað, bæði dýr, jurtir og hlutir og það nýtir Hinrik sér til að spyrja þeirra spurninga sem hann vill fá svör við. Á hverjum degi hittir hann einhvern eða eitthvað til að tala við og útkoman er alltaf fróðlegt samtal sem svalar forvitni hans. Þessi VOD-útgáfa inniheldur 7 þætti seríunnar, en 13 þeir fyrstu komu út í mars og júní. Fróðlegar teiknimyndir fyrir börn á leikskólaaldri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=