Myndir mánaðarins, júlí 2018

27 Myndir mánaðarins Pacific Rim Uprising Baráttan var ekki búin Aðalhlutverk: John Boyega, Scott Eastwood, Cailee Spaeny, Charlie Day, Burn Gorman, Rinko Kikuchi, Jing Tian, Adria Arjona og Karan Brar Leikstjórn: Steven S. DeKnight Útgefendur: Myndform og Síminn og Vodafone 141 mín Attack the Block. 23. júlí l Upphaflega ætlaði Guillermo del Toro, aðalhöfundur og leikstjóri fyrri myndarinnar, að leikstýra þessari líka en ákvað síðan að leik- stýra frekar The Shape of Water sem kemur einmitt út á VOD- leigunum 20. júlí eins og sjá má hér framar í blaðinu. Guillermo er þó einn af framleiðendum Pacific RimUprising , ásamt John Boyega. Nokkur ár eru liðin síðan Stacker Pentecost og mönnum hans tókst að ráða niðurlögum síðasta Kaiju-skrímslisins og loka fyrir jarðgátt þeirra á botni Kyrrahafsins. Það verður því uppi fótur og fit þegar í ljós kemur að einhver hefur opnað gáttina aftur og að yfirvofandi er ný árás enn öflugri skrímsla en áður. Vísindaskáldsöguhasarinn Pacific Rim eftir Guillermo del Toro sem var frumsýndur sumarið 2013 er áreiðanlega enn í fersku minni kvikmyndaunnenda, enda naut sú mynd mikilla vinsælda um allan heim. Strax var farið að tala um gerð framhaldsmyndar sem síðan var frumsýnd í kvikmyndahúsum í mars síðastliðnum og verður nú gefin út á DVD og VOD-leigunum 23. júlí. Nokkur ár eru liðin síðan síðast og við kynnumst hér syni Stackers, Jake Pentecost. Þótt hann sé efins um að geta fetað í fótspor föður síns, sem varð alþjóðleg hetja eftir að hafa fórnað lífi sínu í fyrri bardaganum, tekur hann að sér ásamt keppinauti sínum, Nate Lambert, að leiða nýja sveit Jaeger-stjórnenda gegn Kaiju-skrímsl- unum þegar þau birtast skyndilega og óvænt á ný úr hafinu ... Þeir John Boyega og Scott Eastwood leika þá Jake og Nate sem fara fremstir í flokki Jaeger-stjórnendanna sem berjast við Kaiju-skrímslin. Pacific Rim Uprising Spenna / Hasar / Vísindaskáldsaga Punktar .................................................... Veistu svarið? Þótt segja megi að John Boyega hafi orðið alþjóð- leg stjarna þegar hann hreppti hlutverk Finn í Star Wars: The ForceAwakens , sló hann upphaflega í gegn í heimalandinu, Englandi, í sinu fyrsta kvikmynda- hlutverki árið 2011. Í hvaða mynd? Kaiju-skrímslin eru orðin mun öflugri en þau voru en hin manngerðu Jaeger-varnartæki hafa líka þróast og eru betur vopnum búin en áður. Charlie Day og Rinko Kikuchi snúa aftur úr fyrri myndinni sem þau Newton Geiszler og Mako Mori auk Burns Gorman sem leikur vísindamanninn dr. Hermann Gottlieb á ný. VOD DVD HHHH - N. Y. Times HHHH - Verge HHH 1/2 - N. Y. Magazine HHH 1/2 - Vanity Fair HHH - Empire HHH - The Guardian HHH - Screen Internat. HHH - Total Film HHH - Time Out

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=