Myndir mánaðarins, júlí 2018

28 Myndir mánaðarins 27. júlí 94 mín Aðalhlutv.: Dominic Cooper, Thomas Kretschmann og Gemma Chan Leikstj.: SimonWest Útg.: Myndform VOD Spenna / Hasar Þegar breska leyniþjónustan uppgötvar að rússneskur hryðjuverkamaður hefur komist yfir öflugt og stórhættulegt vopn og hyggst nota það til að fremja hryðjuverk í London er John Stratton fenginn til að redda málunum. Þessi hraða spennu- og hasarmynd er eftir Simon West sem á að baki nokkrar þekktar myndir, m.a. Con Air , The General’s Daughter , fyrstu myndina um Löru Croft, Tomb Raider , When a Stranger Calls , The Mechanic og The Expendables 2 . Um leið er þetta fyrsta myndin sem gerð er um ævintýri leyniþjónustumannsins Johns Stratton, en hann er sérfræðingur þegar hryðjuverkamenn og hryðjuverk eru annars vegar og ef það er einhver semgetur komið í veg fyrir þau er það hann ... Einn á móti öllum Stratton (Dominic Cooper) lendir hvað eftir annað í hinum hættulegustu aðstæðum. l Myndin sækir efnivið sinn í bækur breska rithöfundarins Duncan Falconer um leyniþjónustumanninn John Stratton en þær eru nú orðnar átta talsins. Punktar ............................................................................................ Stratton – Heiða Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir sviss- neska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881. Bók Johönnu Spyri umHeiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar. Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið. Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla 27. júlí 87 mín Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi: Myndform l Þessi útgáfa inniheldur þætti 33 til 36 í seríunni en fyrri þættirnir, þættir 1 til 32, ættu flestir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum. Punktar ........................................................................................... VOD Barnaefni Teiknimyndaþættirnir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=