Myndir mánaðarins, júlí 2018
29 Myndir mánaðarins 27. júlí 102 mín Aðalhlutverk: Fares Fares, Mari Malek, Yasser Ali Maher og Hania Amar Leikstjórn: Tarik Saleh Útgefandi: Myndform VOD Glæpadrama Þegar kona að nafni Lalena er myrt á hótelherbergi í Kaíró er lögreglumað- urinn Noredin fenginn til að rannsaka málið. Hann finnur fljótlega vísbend- ingar sem tengja hina myrtu við þekktan fasteignasala en er þá fyrirskipað að hætta rannsókninni því lát Lalenu hefur verið úrskurðað semsjálfsmorð. Þannig hefst þessi magnaða mynd sem gerist í aðdraganda þess að Hosní Muba- rak og stjórn hans var felld í febrúar árið 2011. Lögreglumaðurinn Noredin er einn þeirra semnotið hafa góðs peningalega af gríðarlegri spillingu innan valdastofn- ana, en er nóg boðið þegar honum er sagt að hætta rannsókninni á morðinu. Þvert á þau fyrirmæli ákveður hann að rekja slóðina sem hann hefur fundið þótt honum megi vera ljóst að þar með er hann e.t.v. að undirrita sína eigin aftöku ... Allt er falt fyrir rétt verð Sænsk-líbanski leikarinn Fares Fares þykir algjörlega frábær í aðalhlutverki þessarar myndar enda margverðlaunaður fyrir vikið. Punktar ............................................................................................ l The Nile Hilton Incident hlaut fimm verðlaun á sænsku Guldbagge-kvik- myndahátíðinni, þ.e. fyrir besta leik í aðalhlutverki karla, bestu búninga, sviðsmynd og hljóð, og sem besta mynd ársins. Hún var einnig tilnefnd fyrir besta leik í aukahlutverki karla, bestu förðun og bestu leikstjórn. l Myndin hlaut einnig fyrstu verðlaun fyrir leikstjórn í World Cinema-flokknum á Sundance-kvik- myndahátíðinni í fyrra. l Sagan í The Nile Hilton Incident gerist í Kaíró en var samt að mestu tekin upp í Casablanca í Marokkó. HHHH 1/2 - E.W. HHHH - H. Reporter HHHH - Variety HHHH - Empire The Nile Hilton Incident Þær Patricia Arquette, Angela Bassett og Feli- city Huffman voru saman í New York 19. júní þar sem þær voru að leika í myndinni Other- hood sem er í leikstjórn Cindy Chupack. Jeff Goldblum var kátur þegar hann fékk sína eigin stjörnu í Walk of Fame-gangstéttina í Hollywood 14. júní og fagnaði því ásamt eigin- konunni Emilie og tveimur börnum þeirra. Á meðan voru hjónin John Travolta og Kelly Preston hins vegar í New York þar sem þau gæddu sér á Lenny’s-pítsu í Brooklyn áður en nýjasta mynd Travolta, Gotti , var frumsýnd.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=