Myndir mánaðarins, júlí 2018

30 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Phantom Thread er nýjasta mynd leik- stjórans og handritshöfundarins Pauls ThomasAndersonogþykirmeistaraverk, óaðfinnanlega sviðsett og leikin og segir sögu sem áhorfendur gleyma seint. Þetta er tvímælalaust ein besta mynd ársins 2017, mynd sem enginn kvik- myndaunnandi ætti að missa af. Gringo er stórskemmtileg svört kómedía, farsiogsatíraþarsemóvæntarvendingar og fléttur koma stöðugt á óvart og enginn getur séð fyrir hvernig endar. Hér má hlæja dátt að óförum annarra! David Oyelowo,CharlizeTheron,JoelEdgerton, Sharlto Copley, Thandie Newton og Amanda Seyfried í aðalhlutverkum. Þessi mynd Joes Wright gerist öll í maí 1940 og lýsir aðdraganda þess að Churchill var skipaður forsætisráðherra, svo og fyrstu dögum hans í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Myndin er margverðlaunuð ogleikurGarysOldmaníaðalhlutverkinu verður að teljast alveg einstakur. Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Padding- ton er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Hér lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem hann ætlaði að kaupa handa frænku sinni í afmælisgjöf. Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur þarf hann að gæta þess að lenda ekki í klóm þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal fálkans Skugga. The Strangers: Prey at Night segir frá fjögurra manna fjölskyldu sem er á ferðalagi og hefur fengið vilyrði frá ættingjum sínum um að gista eina nótt í bústað þeirra sem stendur á afskekktum stað. Áður en kvöldið er á enda uppgötva þau – allt of seint – að þau eru gengin í sannkallaða dauðagildru ... Verðlaunamyndin The Florida Project gerist á einu sumri í og við leiguíbúða- blokk í námunda við Disney-garðinn í Orlando í Flórída og segir frá hinni sex ára gömlu Moonee, kostulegum uppátækj- um hennar og samskiptum við vini, móður og aðra íbúa, og ekki síst við húsvörðinn og rekstrarstjórann Bobby. Eftir að hafa útskrifast hafa skólasyst- urnar og vinkonurnar sem skipuðu sönghópinn Bellurnar tvístrast og reyna nú að standa sig hver í sínu lagi á hinum almenna vinnumarkaði. Þær sakna þó allar gamla tímans og þegar þær fá óvænt tækifæri til að taka þátt í söng- keppni á Spáni slá þær að sjálfsögðu til. Þann 15. ágúst 2015 unnu fimm menn mikla hetjudáð þegar þeim tókst að stöðva hryðjuverkamann um borð í hraðlestinni á milli Amsterdamog Parísar áður en honum tókst að láta til skarar skríða. Þessi mynd er um þann æsispennandi atburð og leika þrír af þessummönnum sjálfa sig í henni. Call Me by Your Name , sem er byggð á samnefndri verðlaunasögu bandaríska rithöfundarins Andrés Aciman, er einstök kvikmyndaperla, fyndin, ljúf og svo áhrifarík að bæði sagan sjálf og persónur hennar munu lifa með áhorfendum í mörg ár. Armie Hammer ogTimothée Chalamet sýna snilldarleik. The Greatest Showman sækir innblást- urinn í líf hins stórmerka frumkvöðuls, rithöfundar og gleðigjafa P.T. Barnum, en hann stofnaði m.a. fjölleikahús sem naut mikilla vinsælda á austurströnd Bandaríkjanna og víðar um miðbik 19. aldar. Hugh Jackman, Zac Efron og fleiri toppleikarar fara á kostum. Chris Kim er næturklúbbseigandi sem í kjölfar óheppilegra atvika er alsaklaus grunaður um eiturlyfjamisferli auk þess sem hann skuldar skyndilega misk- unnarlausum glæpakóngi 400 þúsund dollara. Það eina sem getur bjargað honum er að David Hasselhoff detti niður dauður innan 72 klukkustunda! Gamanmyndin Father Figures skartar í aðalhlutverkum tveimur af skemmtileg- ustu gamanleikurum Bandaríkjanna, Owen Wilson og Ed Helms, ásamt Glenn Close, J.K. Simmons, Ving Rhames og fótboltastjörnunni fyrrverandi en sívin- sælu, Terry Bradshaw, og fjallar um viðburðaríka leit bræðra að föður sínum. Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjall- aranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji . Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Stórskemmtilegt ævintýri og grín fyrir alla með frábærum leikurum. Coco er nítjánda mynd Pixar-teikni- myndarisans í fullri lengd og er rómuð sem ein besta teiknimynd fyrirtækisins til þessa. Myndin hlaut bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlaunin sem besta teiknimynd ársins auk þess sem aðallag hennar, Remember Me , hlaut Óskarinnsembestakvikmyndalagársins. Eftir að grímuklæddir innbrotsþjófar myrða eiginkonu læknisins Pauls Kersey (Bruce Willis) og stórslasa dóttur hans, og lögreglan segist ekkert geta gert vegna skorts á sönnunum, ákveður Paul að taka málin í eigin hendur, finna morðingjana og refsa þeim með misk- unnarlausum dauðadómi og aftöku. Teiknimyndin um stóra, sterka en góð- hjartaða nautið Ferdinand er frá þeim sömuoggerðu Ísaldar -og Rio -myndirnar og hefst þegar Ferdinand er bara lítill kálfur. Þegar örlögin haga því svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast þarf hann að finna leiðina heim áður en það er of seint. Michael er sölumaður sem um tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara fyrir að leysa dularfullt verkefni. Michael lætur freist- ast, enda miklir peningar í boði, en á fljótlega eftir að iðrast þess innilega! Aðfaranótt 19. júlí árið 1969 ók verðandi forsetaframbjóðandidemókrata,Edward Kennedy, fram af einbreiðri brú á Chappaquiddick-eyju með þeim afleið- ingum að ung kona sem var farþegi í bílnum,MaryJoKopechne, lét lífið.Málið vakti heimsathygli og í þessari ítarlegu toppmynd er farið í saumana á því. Spenna/hasar Teiknimynd Sannsögulegt Tryllir Ævintýri Teiknimynd Teiknimynd Drama Gaman/tónlist Gamanmynd Fjölskyldumynd Drama Gamanmynd Drama Sannsögulegt Gamanmynd Sönn saga Spenna/hasar Sannsögulegt DeathWish Darkest Hour Coco The Strangers: Prey at Night Ferdinand Lói: Þú flýgur aldrei einn Pitch Perfect 3 Gringo Jumanji: Welcome to the Jungle Paddington 2 The Florida Project Father Figures The Commuter The 15:17 to Paris Call Me by Your Name The Greatest Showman Killing Hasselhoff Chappaquiddick PhantomThread Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum Hostiles er þrumugóð spennumynd og vestri eftir leikstjórann Scott Cooper sem gerði m.a. myndirnar Black Mass , Out of the Furnace og Crazy Heart . Hinn frábæri leikari Christian Bale fer sem fyrr á kostum í sínu hlutverki en aðrir leikarar í myndinni hafa einnig hlotið toppdóma fyrir sína frammistöðu. Eftir að hafa beðið Anastasiu í síðustu mynd ganga þau Christian nú í hjóna- band og halda í brúðkaupsferð til Suður- Evrópu þar sem þau njóta alls þess besta sem peningar geta keypt. En þegar þau snúa aftur heim til Seattle bankar fortíðin upp á og þau standa bæði frammi fyrir alvarlegum vanda sem verður að leysa. Rómantík Spenna/vestri Hostiles Fifty Shades Freed

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=