Myndir mánaðarins, júlí 2018

6 Myndir mánaðarins Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Geimryk sem umlykur vatnsbera- merkið í augnablikinu dregur talsvert úr áreiðanleika þessarar spár að þessu sinni en okkur sýnist að þú ... eða nei, sleppum því. Þú hefur verið eitthvað niðurdreg- in(n) að undanförnu og þess vegna reyndum við að sjá eitthvað já- kvætt í kortinu þínu til að hressa þig við en því miður tókst það ekki. Kvæntir karlar og konur sem eiga gallabuxur þurfa að hafa varann á næstu daga og passa að það séu nýleg batterí í honum. Nú er rétti tíminn til að þvo nælonskyrturnar. Enn á ný færðu dularfull en mjög mikilvæg skilaboð í gegnum gam- alt telextæki sem þú notaðir einu sinni. Því miður hefurðu ekki enn hugmynd um hvar það er núna. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þér hefur gengið vel að undan- förnu en þarft um leið að vera með það á hreinu að velgengni þín er ekki bara þér að þakka heldur líka Gunnu Stínu, föðurömmu Atla. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Þú hefur verið að velta því fyrir þér hvernig þú tæklar nýlegt vanda- mál sem tengist einhverju sem í fljótu bragði virðist hafa gerst af því að þú gleymdir að setja það út. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Það óvenjulega mun gerast hjá þér á næstunni, jafnvel í næstu viku, að þú finnur einhvern hlut sem þú hefur saknað í mörg ár og hélst að þú sæir aldrei aftur. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Ekki er ráð nema í tíma sé tekið segir máltækið og það skaltu hafa í huga nú þegar aðeins tæplega sex mánuðir eru til jóla. Einhver hringir í þig á laugardaginn. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Ef þú værir silungur og kæmist ekki að því fyrr en of seint að mat- urinn var í raun dulbúinn öngull sem festist uppi í þér myndi þér finnast það gott? Nei, héldum ekki. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Þar sem síðasta spá reyndist mjög ónákvæm hefur verið ákveðið að þú fáir þessa og jafnvel næstu spá ókeypis og án allra skuldbindinga. Vinsamlega hafðu það ámilli okkar. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Við sjáum ekkert nema hamingju og aftur hamingju í kortunum þín- um næstu daga ásamt ást, von og kærleik og dassi af piparrótarsósu. Passaðu að hún sjóði ekki upp úr. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú átt það til að detta niður í sjálfs- vorkunn og ættir þá að hugsa til þeirra sem hafa það enn verra en þú, t.d. til marglyttu sem einhver hefur kastað steini í gegnum. Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan fyrsta Jurassic Park -myndin var frumsýnd, en frumsýningar á henni dreifðust reyndar á eina fjóra mánuði, allt frá júní og fram í september í sumum löndum. Myndin sló alls staðar í gegn auk þess sem tæknibrellurnar sem notaðar voru við gerð hennar ollu straumhvörfum í kvikmyndagerð. Um leið hleypti myndin af stað sannkölluðu risaeðluæði sem skilaði sér m.a. í því að skyndilega vissu allir eldri en sjö ára heitin á a.m.k. fimm helstu risaeðlu- tegundum, leikfangabúðir fyllt- ust af risaeðluleikföngum og enginn var lengur maður með mönnum nema hann hefði lagt leið sína á risaeðlusafn erlendis. Og hverjum hefði dottið í hug að 25 árum seinna væri enn verið að frumsýna nýja mynd um sömu risaeðlurnar á sömu eyjunni? Þann 28. júlí verða liðin nákvæm- lega 40 ár síðan grínsmellurinn Animal House var frumsýndur í Bandaríkjunum. Myndin þótti alveg svakalega fyndin enda varð hún vinsælasta gamanmynd ársins og bjó m.a. til stórstjörnu úr John Belushi sem varð nánast á einni nóttu að einum eftirsóttasta gamanleikara bandarískra kvik- mynda. Því miður virðist hann ekki hafa náð að höndla hina miklu skyndifrægð og peningana sem fylgdu og aðeins fjórumárum síðar, eftir að hafa tveimur árum fyrr aftur slegið hressilega í gegn í myndinni The Blues Brothers , lést hann á hótelherbergi Chateau Marmont-hótelsins í Los Angeles. Í ljós kom að dánarorsökina mátti rekja til ofneyslu á kókaíni og heróíni. John var aðeins 33 ára þegar hann lést og hefur ætíð verið minnst af hlýju og virðingu. Batman Returns á líka afmæli í júlí, nánar tiltekið þann 18., en þá verða liðin tíu ár frá því að myndin var frumsýnd. Hún fékk frábæra dóma og var af mörgum kölluð meistaraverk enda varð hún þegar upp var staðið vinsælasta mynd ársins 2008, talsvert fyrir ofan næstu myndir, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull , Kung Fu Panda , Hancock , Mamma Mia , Quantum of Solace , Iron Man , WALL-E og The Chronicles of Narnia . Þann skugga bar þó á velgengni hennar að Heath Ledger sem þótti leika jókerinn af snilld í myndinni hafði fundist látinn á heimili sínu á Manhattan 22. janúar. Í ljós kom að dauða hans mátti rekja til ofneyslu lyfja sem samanstóðu af svefntöflum, verkjatöflum og þunglyndislyfjum. Hann var aðeins 28 ára gamall. Síðasta afmælismynd júlímánaðar er svo American Graffiti sem var frumsýnd 31. júlí 1973 og átti eftir að verða þriðja mest sótta mynd þess árs, á eftir The Excorcist og The Sting . American Graffiti var leikstýrt af tiltölulega óþekktum leikstjóra, George Lucas, semhafði aðeins sent frá sér eina mynd áður í fullri lengd. Hún nefndist THX 1138 og hafði reyndar fengið fína dóma í Bandaríkjunum en ekki vakið mikla athygli annars staðar. American Graffiti varð hins vegar stórsmellur í kvikmyndahúsum um allan heim og gerði stjörnur úr leikurum eins og Richard Dreyfuss, RonHoward, Paul LeMat og Charles Martin Smith. Harrison Ford lék líka frekar lítið hlutverk í henni og vakti minni athygli en það átti hann hins vegar eftir að gera í næstu mynd Georges Lucas fjórum árum síðar, Star Wars.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=