Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó

10 Myndir mánaðarins Bandaríski rithöfundurinn Alexandra Brac- ken hóf að skrifa sína fyrstu skáldsögu 19 ára gömul árið 2007, en hún var upphaflega hugsuð sem afmælisgjöf hennar til vinkonu sinnar. Sagan, sem hét Brightly Woven , vakti hins vegar verulega athygli útgefenda og svo fór að hún var gefin út í mars árið 2010. Árið 2012 kom síðan næsta skáldsaga Alexöndru út en hún hét The Darkest Minds og reyndist upphafið að bókaseríu sem í dag telur sex bækur. The Darkest Minds fjallar um hina sextán ára gömlu Ruby sem hefur verið haldið nauðugri á einhvers konar rannsóknarstofnun vegna þess að hún býr yfir sérstökum hæfileikum sem „venjulegu“ fólki telur sér stafa hættu af. Ruby veit það ekki í fyrstu en kemst svo að því að hún er aðeins ein af mörgum sem býr yfir svona hæfileikum og til að gera lengri sögu styttri þá tekst henni að sleppa og ganga síðan í lið með nokkurs konar uppreisnarhópi ungmenna sem eru staðráðinn í að frelsa sína líka úr ánauð venjulega fólksins. Eins og títt er um bækur sem verða jafn vinsælar og The Darkest Minds var kvikmyndarétturinn að henni seldur fljótlega og nú er komið að frumsýningu myndarinnar í september, nánar tiltekið þann 28. Um leikstjórnina sér Jennifer Yuh Nelson sem á að baki leikstjórn Kung Fu Panda -myndanna númer tvö og þrjú. Stiklan er komin út og hver veit nema The Darkest Minds -sagan eigi eftir að slá í gegn sem kvikmynd rétt eins og hún gerði sem bók. Allt frá því að fyrsta sagan um Sherlock Holmes og aðstoðarmann hans, lækninn Watson, A Study in Scarlet , kom út árið 1887 hafa sögurnar um þá félaga notið ómældra vinsælda. Á þær sló ekki þegar kvikmyndaformið ruddi sér til rúms á 20. öldinni enda eru þær nú orðnar nánast óteljandi myndirnar sem gerðar hafa verið um þá félaga, bæði fyrir sjónvarp og sem bíómyndir. Nýjastar í þeim efnum eru auðvitað Guy Ritchie-myndirnar með þeim Robert Downey Jr. og Jude Law í aðalhlutverkum og svo sjónvarpsþættirnir þar sem þeir Benedict Cumberbatch og Martin Freeman léku þá fóstbræður og réðu við það tækifæri hinar margvíslegustu gátur eins og þeim var lagið. Um áramótin verður síðan nýjasta myndin umþá Sherlock ogWat- son frumsýndog í þetta sinn eruþaðWill Ferrell sem leikur Sherlock og John C. Reilly sem leikur Watson. Eins og allir ættu að geta gisk- að á er um grínútgáfu að ræða, en sagan er eftir leikstjórann, Etan Cohen, sem gerði síðast myndina Get Hard . Ekki hefur verið látið uppi um hvað sakamálið sem þeir Sherlock og Watson taka að sér að leysa snýst en ljóst er að erkióvinur Sherlocks, Moriarty, kemur við sögu og að það er Ralph Fiennes sem leikur hann. Viðmunumað sjálfsögðu fylgjast með þessari mynd hér áMyndum mánaðarins og bíðum eins og aðrir aðdáendur eftir fyrstu stiklunni! Hinn fullkomni bíómánuður inniheldur a.m.k. eina góða teikni- mynd sem höfðar til fólks á öllum aldri. Þann 28. september kemur einmitt ein slík í bíó en það er myndin Smáfótur , eða Smallfoot eins og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um samfélag snjómanna hátt uppi í snæviþöktum fjöllum sem vita ekki að til séu siðuð sam- félög fyrir utan þeirra eigið. Sögur hafa vissulega sprottið upp öðru hverju af smáskrímslum sem hafa komið röltandi neðan frá en öllum slíkum sögum hefur verið vísað frá sem hjátrú í besta falli og bulli og vitleysu í því versta. Það kemur því heldur betur fát á einn ungan snjómann, Migo, þegar hann rekst einmitt á svona smá- skrímsli í eigin persónu semþví miður sleppur þó úr greipumhans. Migo reynir að segja hinum snjómönnunum frá þessu en uppsker bara hæðni og hlátur eins og hann sé sjálfur genginn af göflunum. Við þetta getur Migo engan veginn sætt sig því hann veit hvað hann sá og ákveður að halda einn síns liðs niður á við og finna hvar smáskrímslin halda sig svo hann geti sannað sitt mál í eitt skipti fyrir öll. Vandamálið sem hann sér ekki fyrir er að þegar hann uppgötvar loksins hvar smáskrímslin eru líta þau á hann sjálfan sem skrímsli sem þeim stendur ógn af. Við því bjóst Migo ekki. Bíófréttir – Væntanlegt Fjórir af aðalleikurum Darkest Minds eru þau Skylan Brooks, Miya Cech, Amandla Stenberg og Harris Dickinson, en þau leika Chubs, Zu, Ruby, sem er aðalsöguhetjan, og Liam, sem er unnusti Rubyar. John C. Reilly og Will Ferrel leika þá Watson og Sherlock Holmes. Þetta er Migo. Við kynnumst honum betur í myndinni Smáfótur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=