Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó

12 Myndir mánaðarins Ein af myndum októbermánaðar heitir Bad Times at El Royale og er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Drew Goddard sem gerði m.a. myndina Cabin in the Woods og skrifaði handritin að World War Z og The Martian . Myndin gerist á afskekktu hóteli sem heitir El Royale en hermt er að það sæki fyrirmyndina í hótelið Cal Neva Resort and Casino sem Frank Sinatra átti á sínum tíma. Athygli vakti að handrit myndarinnar var ekki sett á almennan markað og þeir sem vildu sjá það þurftu að skrifa undir trúnaðareið, lesa það á staðnum og skila því aftur. Af þeim sökum vita afskaplega fáir hvernig söguþráðurinn er í raun en hin opin- bera lýsing á honum er svona: Sjö gerólíkar persónur sem hafa allar eitthvað að fela hafa safnast saman á El Royale, en hótelið sjálft á sér einnig dökka fortíð. Á einni nóttu mun allt þetta fólk fá eitt tækifæri í viðbót – áður en allt fer til andskotans. Með hlutverk sjömenninganna fara þau Chris Hemsworth, Jon Hamm, Dakota Johnson, Jeff Bridges, Cailee Spaeny, Lewis Pull- man og Cynthia Erivo, en einnig koma talsvert við sögu persónur sem þeir Nick Offerman og Mark O’Brien leika. Takið eftir Chris Hemsworth á myndinni hér efst því hann lék í þessari mynd strax eftir Avengers: InfinityWar og þurfti fyrir gerð hennar að losa sig við 11 kíló af massanum sem hann safnaði fyrir hlutverk sitt sem Þór. Það er alltaf gaman að krydda bíótil- veruna með því að skella sér á eins og eina hrollvekjandi og virkja um leið inn- kirtlana til adrenalínframleiðslu. Septemberhrollvekjan að þessu sinni nefnist The Nun og er eftir Corin Hardy sem sendi síðast frá sér myndina The Hallow . Sagan, sem er eftir James Wan, segir frá ungri nunnu sem fer ásamt presti einum til Rúmeníu að rannsaka dauða þarlendrar nunnu í nunnuklaustri. Ekki líður á löngu uns þau eiga sjálf á hættu að týna lífinu, en við segjum betur frá því sem gerist í næsta blaði. Skoðið stikluna! Overlord nefnist nýjasta bíómynd leikstjórans Juliusar Avery sem einnig skrifaði handritið og á að baki myndina Sonof aGun frá árinu 2014. Glöggir lesendur kannast ef til vill við heitið „Overlord“ en það var einmitt dulnefnið sem Bandamenn notuðu um innrásina í Normandy á D-deginum svokallaða 6. júní 1944. Myndin gerist einmitt á þeim degi og segir frá nokkrum hermönnum sem ætlað er að kasta sér út í fallhlífum aftan við víglínu Þjóðverja og trufla þá aftanfrá. Þetta er mikil hættuför og þegar flugvélin sem þeir eru í verður fyrir skotum neyðast þeir til að henda sér út þar sem þeir eru staddir. Þar með lenda þeir auðvitað á allt öðrum stað en þeir höfðu gert ráð fyrir. Það semþeir uppgötva þar er líka í órafjarlægð frá því sem þeim gat dottið í hug að finna og áður en þeir vita af eiga þeir fótum fjör að launa undan óvini sem er allt annar en nokkur þeirra gat nokkurn tíma átt von á að hitta. Við segjum ekki meira hér um hvað gerist en fjöllum að sjálfsögðu betur um þessa sérstöku mynd í októberblaðinu. Þeir sem eru forvitnir geta auðvitað farið á netið og skoðað magnaða stikluna. Og talandi um forvitnilegar myndir þá ljúkum við þessari yfirferð okkar að þessu sinni um væntanlegar myndir með því að benda lesendum á að kynna sér nýjustu mynd Steves McQueen sem væntanleg er í nóvember, Widows , en hún er byggð á samnefndri breskri sjónvarpsseríu frá árinu 1985 sem varð geysivinsæl. Sagan er um fjórar konur sem verða ekkjur þegar eiginmenn þeirra eru allir skotnir eftir misheppnað bankarán. Þar með verða þær ábyrgar fyrir skuldum þeirra, ekki bara þessum venjulegu heldur einnig skuldum við glæpafélaga þeirra og mafíuforingja svæðisins. Í stað þess að lyppast niður og gefast upp ákveða þær að taka málin í sínar hendur og sýna úr hverju þær eru gerðar. Með aðalhlutverkin fer hópur þekktra leikara með þeimViolu Davis, Colin Farrell, Liam Neeson, Michelle Rodriguez, Carrie Coon, Lukas Haas, Robert Duval og Daniel Kalu- uya í broddi fylkingar. Bíófréttir – Væntanlegt Wyatt Russell í hlutverki sínu í Overlord . Chris Hemsworth er einn af sjömenningunum á El Royale.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=