Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó
14 Myndir mánaðarins Mission: Impossible – Fallout Láttu ekkert stöðva þig Aðalhlutverk: Tom Cruise, Henry Cavill, Ving Rhames, Simon Pegg, Rebecca Ferguson, Angela Bassett, Michelle Monaghan, Wes Bentley, Alec Baldwin og Sean Harris Leikstjórn: Christopher McQuarrie Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 147 mín Jack Reacher. Frumsýnd 1. ágúst l Þegar þetta er skrifað hafa nokkrir af gagnrýnendunum á Meta- critic birt gagnrýni sína og er óhætt að segja að Fallout hafi hlotið frábæra dóma. Gagnrýnandi breska kvikmyndatímaritsins Empire skefur t.d. ekkert af því og segir um myndina: „ A combination of thrilling stunts, insane daring and clever writingmake this a stunning piece of action cinema .“ Þess má geta að myndin er nú með meðal- einkunnina 8,9 á Metacritic, 9,4 á Imdb og 9,6 á Rotten Tomatoes. l Tom Cruise hefur þegar sagt að hvað hann varðar sé ekkert því til fyrirstöðu að gera sjöundu Mission Impossible -myndina. Fyrst hann segir það má nánast öruggt telja að hún komi sumarið 2021. Eftir að verkefni sem Ethan Hunt átti að sinna fer úrskeiðis lendir hann á milli steins og sleggju því um leið og hann þarf að stöðva ný áform hryðjuverkamanna um að sprengja þrjár kjarnorkusprengjur er honum ekki lengur treyst af eigin fólki. Það þarf líklega ekki að hvetja neinn aðdáanda Mission Impossible - myndanna að skella sér á þessa sjöttu mynd seríunnar sem er sögð sú allra besta hingað til og alveg örugglega besta hasarmynd árs- ins. Ekkert hefur verið til sparað við gerð myndarinnar og Tom sjálfur er sagður sýna sitt allra besta í hverju áhættuatriðinu á fætur öðru sem fær hvern þann sem á horfir til að súpa hveljur af spennu! Tom Cruise leikur Ethan Hunt á ný í Mission Impossible: Fallout og þau Simon Pegg, Rebecca Ferguson og Ving Rhames verða aldrei langt undan sem þau Benjamin„Benji“ Dunn, Ilsa Faust og Luther Stickell. Hermt er að Ethan Hunt hafi aldrei komist í hann krappari en í þessari mynd og eru áhættuatriðin fleiri og svakalegri en nokkurn tíma áður. Mission: Impossible – Fallout Eitt af atriðum myndarinnar er æsilegur eltingarleikur um götur og stræti Parísar þar sem stór hluti myndarinnar var tekinn upp. Veistu svarið? Fallout er þriðja myndin sem leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Christopher McQuarrie gerir með Tom Cruise í aðalhlutverki, en hann leikstýrði Tom einnig í síðustu Mission: Impossible -mynd, Rogue Nation . En hver er sú fyrsta? Spenna / Hasar Punktar .................................................... HHHHH - Empire HHHHH - Time Out HHHHH - Total Film HHHHH - IndieWire HHHHH - Telegraph HHHHH - E.W. HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - Verge HHHH 1/2 - Vanity F. HHHH - Rolling Stone HHHH - L.A. Times HHHH - Variety
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=