Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó

16 Myndir mánaðarins The Spy Who Dumped Me Konur í kröppum dansi Aðalhlutverk: Mila Kunis, Kate McKinnon, Sam Heughan, Justin Theroux, Gillian Anderson, Ivanna Sakhno, Justine Wachsberger og Ólafur Darri Ólafsson Leikstjórn: Susanna Fogel Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri 116 mín Macaulay Culkin. Frumsýnd 8. ágúst l The Spy Who Dumped Me er önnur mynd leikstjórans Susönnu Fogel í fullri lengd en sú fyrri, Life Partners , var frumsýnd árið 2014 og þykir afar góð mynd í alla staði og mjög fyndin. l Ólafur Darri Ólafsson leikur aukahlutverk í myndinni, „The Back- packer“, en hann sést þó hvorki í sýnishornum myndarinnar né í stillunumúr henni. Það verður gaman að uppgötva hvaða hlutverki persóna hans gegnir og hvaða áhrif hún hefur á atburðarásina. Það er alltaf pláss fyrir gott grín og allt útlit fyrir að af því verði nóg í The SpyWho DumpedMe þar sem tvær af skemmti- legustu gamanleikkonum Bandaríkjanna þurfa að snúa sam- anbökum í baráttu við óþjóðalýð semvill þær feigar semfyrst. The Spy Who Dumped Me segir frá vinkonunumMorgan og Audrey sem ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti Audrey segir henni upp. En áður en þær leggja í hann komast þær að því í gegnum dularfulla en vinsamlega menn sem yfirheyra Audrey að unnustinn fyrrverandi er í raun njósnari. Audrey vissi auðvitað ekkert um það og hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Hún verður því afar hissa þegar sá fyrrverandi dúkkar upp í íbúðinni hennar og það sem verra er, að hann skuli vera með leigumorðingja á hælunum. Þar með verður hún einnig skotmark leigumorðingjans og það er með naumindum að henni og Morgan takist að sleppa upp í flugvél og fara í hina fyrirhuguðu ferð til Evrópu. Vandamálið er að leigumorðingjar geta líka farið til Evrópu og áður en þær vinkonur ná að taka upp úr töskunum eiga þær fótum fjör að launa. Tekst þeim að snúa aðstæðunum sér í vil? Kate McKinnon og Mila Kunis leika vinkonurnar Morgan og Audrey sem flækjast óvart inn í alþjóðlegt samsæri og eiga eftir það fótum fjör að launa undan fólki sem vill koma þeim yfir móðuna miklu. Þær Audrey og Morgan leggja hér á ráðin og njóta aðstoðar CIA-mannsins Sebastians sem leikinn er af Sam Heughan. The Spy Who Dumped Me Á flótta undan þeim sem vilja þær feigar lenda Morgan og Audrey í ýmsum uppákomum, ekki síst eftir að þær eru komnar til Evrópu. Veistu svarið? Eins og flestir vita skaut Milu Kunis upp á stjörnu- himininn 1998 þegar hún lék í sjónvarpsþáttunum That ’70s Show , m.a. á móti Ashton Kutcher sem löngu síðar (2015) varð eiginmaður hennar. En með hvaða leikara bjó Mila á árunum 2002–2010? Grín / Hasar Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=