Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó
27 Myndir mánaðarins Alpha Upphaf vináttunnar Aðalhlutverk: Kodi Smit-McPhee, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Natassia Malthe, Leonor Varela, Jens Hultén, Mercedes de la Zerda, Priya Rajaratnam og Spencer Bogaert Leikstjórn: Albert Hughes Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri 97 mín Nightcrawler. Frumsýnd 29. ágúst l Alpha er fimmta myndin sem Albert Hughes leikstýrir en sú fyrsta sem hann leikstýrir einn síns liðs því hinum fjórum leikstýrði hann ásamt bróður sínum Allen. Þær eru Menace II Society , Dead Presi- dents , FromHell og The Book of Eli – og eru þá ótaldar heimildar- og stuttmyndir sem bræðurnir hafa einnig sent frá sér í gegnum árin. l Samkvæmt upplýsingum á Imdb.com var myndin að mestu tekin upp í Bresku Kólumbíu og Albertaríki Kanada en hluti af landslags- myndum semnotaðar eru sembaksvið eru frá Íslandi. Við reyndum að sjá eitthvað af þeim upptökum í stiklunum en komum ekki auga á neitt sem fullyrða má að sé frá Íslandi og því kemur það í hlut væntanlegra áhorfenda að finna þessar baksviðsmyndir! Alpha gerist fyrir 20þúsund árum, einhvers staðar ámeginlandi Evrópu, og segir frá ungum dreng, Keda, sem í miðri veiðiferð með föður sínum verður viðskila við hann og aðra veiðifélaga þeirra. Keda neyðist því til að sjá um sig sjálfur í fyrsta sinn á ævinni og finna leiðina heim áður en veturinn skellur á. Nokkrumdögum eftir viðskilnaðinn gengur Keda fram á særðan úlf sem undir venjulegum kringumstæðum væri einn af hans verstu óvinum en getur nú litla sem enga björg sér veitt. Keda ákveður að taka úlfinn með sér í hellinn sem hann hefur fundið og gerir í framhaldinu sitt besta til að bæði fæða hann og hjúkra honum. Smám saman fer úlfurinn að treysta bjargvætti sínum betur og betur uns á milli þeirra myndast traust vinátta. Hún á í raun eftir að breyta mannkyninu til allrar framtíðar því þetta er í fyrsta sinn sem maður og úlfur mynda á milli sín slíka vináttu, en úlfar eru eins og flestir vita forfeður allra hunda og hundakynja á jörðinni. Keda ásamt foreldrum sínum, Tau og Shaman, en þau eru leikin af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni og Leonor Varela. Hinn ungi Keda er leikinn af Kodi Smit-McPhee. Alpha Eftir að Keda bjargar úlfinum frá bráðum bana og hjúkrar honum myndast á milli þeirra órjúfanlegt og traust samband. Veistu svarið? Aðalleikari myndarinnar, Kodi Smit-McPhee, vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann lék son Viggos Mortensen í myndinni The Road árið 2009. Í dag þekkja sennilega flestir hann úr X-Men: Apocalypse þar sem hann lék Kurt Wagner, öðru nafni ...? Ævintýri Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=