Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó
28 Myndir mánaðarins Kin Samstaðan er allt Aðalhlutverk: Myles Truitt, Jack Reynor, Zoë Kravitz, Dennis Quaid, Carrie Coon og Mark O'Brien Leikstjórn: Jonathan og Josh Baker Bíó: Sambióin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi 102 mín Le Voyage dans la Lune sem Georges Méliès gerði árið 1902. Frumsýnd 31. ágúst l Kin er fyrsta bíómynd bræðranna Jonathans og Josh Baker en þeir höfðu áður vakið mikla athygli með kraftmiklum stuttmyndum sín- um og er Kin byggð á einni þeirra, Bag Man, sem þeir gerðu 2014. Kvikmyndaáhugafólk sem kann að meta vísindaskáldsögur á von á góðu í lok ágúst þegar Kin kemur í bíó en þar er á ferð- inni saga sem er ekki öll þar sem hún kann að sýnast í fyrstu. Kin segir frá ungum ættleiddum dreng, Eli, sem í leit að málmum sem hann getur notað rekst fyrir tilviljun á einhvers konar frosinn neðanjarðarklefa sem er fullur af líkömum vera sem virðast ekki af þessumheimi. Þar finnur hann einnig einhvers konar byssu sem lítur út fyrir að vera framtíðarútgáfa af riffli. Þegar eitt af„líkunum“ byrjar skyndilega að hreyfa sig flýr Eli af staðnum en tekur byssuna með. Eldri stjúpbróðir Elis, Jimmy, er nýkominn úr fangelsi eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir vopnað rán. Hann er staðráðinn í að snúa baki við glæpum en á við þann vanda að stríða að glæpaforinginn Taylor telur hann skulda sér 25 þúsund dollara og krefst þess að fá þá borgaða ekki mikið seinna en strax. Við því getur Jimmy ekki orðið, en þegar Taylor og menn hans búa sig undir að berja hann til óbóta birtist Eli með byssuna og skýtur af henni í fyrsta skipti. Í ljós kemur að byssan er miklu meira en byssa, hún er sannkallað ger- eyðingarvopn semmá alls ekki falla í hendur manna eins og Taylors. Þeir Eli og Jimmy leggja á flótta ásamt dansaranum Milly sem hafði unnið hjá Taylor og áður en þau vita af er lögreglan komin á hæla þeirra líka. Staðan virðist vonlaus og ekki batnar hún þegar verurnar sem eiga byssuna mæta á svæðið. En hér er ekki allt sem sýnist ... Þremenningarnir sem neyðast til að leggja á flótta eru dansmærin Milly, og stjúpbræðurnir Jimmy og Eli. Þau eru leikin af Zoë Kravitz, írska leikar- anum Jack Reynor og nýstirninu Myles Truitt sem spáð er miklum frama . James Franco leikur glæpakónginn Taylor sem vil óður og uppvægur koma höndum yfir byssuna sem Eli fann og hefna sín á honum um leið. Kin Dennis Quaid leikur Hal sem ásamt eiginkonu sinni ættleiddi Eli, en fyrir áttu þau eldri son, Jimmy, sem fetaði síðan veg afbrota. Veistu svarið? Vísindaskáldsögur hafa alltaf verið vinsælt viðfangs- efni kvikmyndagerðarmanna, svo að segja frá upphafi. En hver er almennt talin fyrsta Sci-Fi kvik- mynd kvikmyndaögunnar og Martin Scorsese fjall- aði óbeint um í mynd sinni Hugo árið 2011? Spennumynd / Vísindaskáldsaga Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=