Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó
6 Myndir mánaðarins Þegar þetta blað kemur út er júlímánuður svo gott semá enda runninn og hefur verið boðið upp á fjölbreytta skemmtun í bíó í mánuðinum, eins og t.d. Ant-Man and the Wasp , Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp , Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið , Skyscraper , Mamma Mia! Here We Go Again , The Equalizer 2 og Hereditary . Framundan er svo ágústveislan sem kynnt er nánar hér aftar í blaðinu, en segja má að hún hefjist strax um helgina sem þetta blað kemur út þegar nýjasta Mission Impossible -myndin Fallout verður forsýnd fyrir þá allra spenntustu. Þeir ættu reyndar að vera margir því Fallout hefur verið að fá frábæra dóma og þykir gera atlögu að toppsætinu yfir bestu hasarmyndir allra tíma. Hún á því nokkuð örugglega eftir að slá einhver aðsóknarmet í ágúst. Eftir að hafa gert það gott með Darkest Hour er leikstjórinn Joe Wright kominn á fullt við gerð sinnar næstu myndar. Hún heitir The Woman in the Window og er gerð eftir samnefndri fyrstu bók rithöfundarins A.J. Finn sem komút í janúar sl. og rauk beint á topp metsölulistanna í Bandaríkjunumeftir aðhafa fengið frábæradóma og hylli sem einn besti þriller síðari ára. Bókin var fljótlega þýdd á fjölda tungumála, þar ámeðal á íslensku af Friðriku Benónýsdóttur. Sagan er í stuttu máli um konu, Önnu Fox, sem hefur ekki yfirgefið hús sitt í meira en tíu mánuði. Dag einn flytur ný fjölskylda í húsið beint á móti hennar húsi og heillar Önnu því hún minnir hana á fjölskylduna sem hún átti eitt sinn sjálf. Eitt kvöldið er ánægjan þó rofin þegar óhugnanlegt óp og atvik sem Anna verður vitni að setur allt á annan endann í lífi hennar. En hvað var það semhún sá? Með hlutverk Önnu Fox fer Amy Adams og í aðalkarlhlutverkinu er Gary Oldman sem fór einmitt með hlutverk Winstons Churchill í Darkest Hour , og hlaut fyrir það ómælt lof og óteljandi verðlaun. Hermt er að JulianneMoore leiki líka í myndinni, svo og Wyatt Russel, en nöfn annarra leikara hafa ekki verið birt. Reiknað er með að myndin verði frumsýnd 19. október á næsta ári, en þess má geta að Joe Wright er þegar kominn með þarnæsta verkefni sitt á hreint, myndina Stoner eftir samnefndri bók Johns Williams. Meira um hana síðar. Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi á dögunum fyrstu stikluna úr mynd sinni Glass , og er óhætt að segja að hún hafi vakið athygli. Eins og þeir vita sem fylgjast með í kvikmyndaheiminum eru það gamlir kunningjar sem eiga sviðið í Glass , þ.e. hinn brot- hætti Elijah Price og öryggisvörðurinn David Dunn úr myndinni Unbreakable , og hinn magnaði Kevin Wendell Crumb úr myndinni Split , enhanner einsogmennmunameðmargklofinnpersónuleika. Með hlutverk þeirra fara þeir sömu og áður, þ.e. Samuel L. Jackson og Bruce Willis sem leika þá Elijah og David og James McAvoy sem leikur Kevin á ný og allar hinar persónurnar sem búa innra með honum. Auk þess endurtekur Anya Taylor-Joy hlutverk sitt sem Casey Cooke en hún lenti í að takast á við Kevin í Split . Í stiklunni sést að þeir Elijah, David og Kevin eru allir komnir á geðsjúkrahús fyrir fólk sem telur sig búa yfir ofurhæfileikum og að þar eiga hlutirnir heldur betur eftir að fara úr böndunum. Við segjum ekki meira um það en ætlum að giska á að myndin eigi eftir að njóta mikilla vinsælda þegar þar að kemur, langt út fyrir raðir tryggra aðdáenda M. Night Shyamalan, enda lítur þessi stikla afar vel út. Kíkið endilega á hana. Önnur ný stikla sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu er fyrsta alvörustiklan úr Aquaman sem er væntanleg í kvikmyndahús 21. desember, en hún er sjötta myndin úr hinum sameinaða ofur- hetjuheimi DC-Comics á eftir Man of Steel , Batman v Superman: Dawn of Justice , Suicide Squad , Wonder Woman og The Justice Lea- gue . Í myndinni er saga Aquamans rakin frá upphafi og hvernig það bar til að hann varð að konungi Atlantis og um leið að konungi hafsins og alls þess sem í því býr. Leikstjóri er enginn annar en James Wan og sem fyrr er það Jason Momoa sem leikur Aquaman, en með önnur stór hlutverk fara m.a. þau Amber Heard, Dolph Lundgren, Nicole Kidman, Patrick Wilson, Randall Park, Willem Dafoe, DjimonHounsou ogTemuera Morrison. Stiklan er mikið listaverk ein og sér og það er nokkuð ljóst að aðdáendur ofurhetjumynda mega alveg fara að láta sig hlakka til. Þrjár síðustu frumsýningar bíóhúsanna í júlí eru Mamma Mia: Here We Go Again , The Equalizer 2 og Hereditary . Bíófréttir – Væntanlegt Í upphafi stiklunnar kemur fram að þeir Elijah, Kevin og David eru komnir á geðsjúkrahús fyrir menn sem halda að þeir séu ofurhetjur!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=