Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Bíó

8 Myndir mánaðarins Hér að framan minntumst við á að Aquaman væri sjötta myndin í hinum sameinaða ofurhetjuheimi DC-Comics og því er við hæfi að minnast einnig á sjöundu myndina sem áætlað er að verði frumsýnd í apríl á næsta ári. Shazam, eða Billy Batson réttu nafni, er ungur munaðarleysingi sem flækst hefur á milli fósturheimila og iðulega orðið fyrir aðkasti jafnaldra sinna í öllum þeim skólum sem hann hefur sótt. Kvöld eitt á heimleið í lest, eftir að hafa flúið undan nokkrum bullum sem voru að gera honum lífið leitt, gerist eitthvað undarlegt og Billy er gefinn sá hæfileiki að um leið og hann segir „shazam“ þaðan í frá breytist hann í fullorðinn mann í ofurhetjubúningi. Ásamt nýjasta fósturbróður sínum, Freddy, þarf Billy nú að finna út úr því hvaða ofurhæfileika hann hefur og hvernig þeir koma honum og samfélaginu mest og best að gagni. Hér er sem sagt um grín-ofurhetjumynd að ræða eins og allir átta sig á sem sjá glænýja stikluna úr henni, en þess má geta að Billy er hinn upphaflegi Captain Marvel frá árinu 1941. Sú upprunasaga er þó ekki sögð í þessari mynd og bíður því vafalaust betri tíma. Ef einhver hélt að hin japanska Godzilla væri búin að syngja sitt síðastamá sá hinn sami vita að þar er fariðmeð fleipur því Godzilla mætir í bíó á ný í lok maí á næsta ári, hressari en nokkurn tíma fyrr og til í slaginn ... sem í þetta sinn snýst um sjálf heimsyfirráðin. Myndin er þriðja myndin í svokölluðum „ MonsterVerse “ sem er samvinnuverkefni Legendary Films og Warner Bros., en fyrsta myndin í seríunni var Godzilla-myndin sem var frumsýnd 2014 og númer tvö var Kong: Skull Island , sem var frumsýnd í fyrra. Fjórða myndin verður síðan frumsýnd 2020 og heitir Godzilla vs. Kong . Í Godzilla: King of Monsters gerist það að Godzilla lendir í harðvítugum átökum við önnur öflug skrímsli, t.d. hið fleyga fiðrildaskrímsli Mothra og drekann Rodan og ekki síst við erkióvin sinn, hinn þríhöfða King Ghidorah. Öll berjast þessi skrímsli um yfirráðin á Jörðu og þegar bardaginn hefst má maðurinn sín lítils og horfir fram á algera útrýmingu takist vís- indamönnunum í Monarch-teyminu ekki að finna einhver ráð sem duga. Sjáið glænýja og hörkuflotta stikluna! Við höfum áður sagt lítillega frá myndinni Alita: Battle Angel hér í blaðinu en hún er byggð á manga-sögum Yukitos Kishiro um Alitu sem komu út á árunum 1990–1995 og náðu miklum vinsældum, bæði í Japan og víðar. Aðalframleiðandi myndarinnar er James Cameron og leikstjóri er Robert Rodriguez og voru þeir á dögunum að senda frá sér glænýja stiklu úr myndinni í fullri lengd, þ.e. tveggja og hálfrar mínútu langa. Hún er vægast sagt alveg mögnuð, þ.e. fyrir þá sem kunna að meta hasar og tæknibrellur í einum stórum pakka sem hefur áreiðanlega kostað nokkra tugi milljarða að búa til. Eins og staðan er núna er frumsýningardagur myndarinnar 21. desember, sami dagur og frumsýna á Aquaman . Kíkið endilega á þessa nýju stiklu úr Alitu – við lofum því að þeir sem gaman hafa af svona manga/hasar/vísindaskáldskap verða ekki fyrir neinum vonbrigðummeð hana. Það áttu ekki margir von á miklu þegar leikstjórinn John McTiernan sendi frá sér sína aðra mynd árið 1987, Predator . Hún var að vísu með Arnold Schwarzenegger í aðal- hlutverki og því nokkuð ljóst að um hasar væri að ræða en annars vakti hún enga sérstaka athygli fyrr en hún var frumsýnd. Í ljós kom nefnilega að myndin var í alla staði frábær skemmtun enda er hún fyrir löngu komin í hóp „cult“-mynda níunda áratugar síðustu aldar. Predator gat síðan af sér tvær framhaldsmyndir, Predator 2 og Predators auk tveggja „spin off“-mynda, Alien vs. Predator og Alien vs. Predator: Requim . Þann 14. september er von á fjórðu Predator -myndinni sem í þetta sinn er leikstýrt af Shane Black, sem einnig skrifar handritið, en Shane er sem leikstjóri þekktastur fyrir Kiss Kiss Bang Bang , Iron Man 3 og The Nice Guys , auk þess sem hann skrifaði handrit Lethal Weapon -myndanna og bestu myndar Rennys Harlin, The Long Kiss Goodnight . Nýja myndin gerist í nútímanum (höldum við) og segir frá því þegar ungur drengur kallar fyrir slysni á hinar ægilegu geimverur sem láta ekki bjóða sér tvisvar í heimsókn, enda klæjar þær í neglurnar eftir því að útrýma mannkyninu í eitt skipti fyrir öll. Kíkið á stikluna, hún er hörkugóð og æsispennandi ein og sér. Bíófréttir – Væntanlegt

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=