Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

12 Myndir mánaðarins 3. ágúst 102 mín Aðalhl.: Josh Lucas, Pilou Asbæk, Johannes Lassen og Rade Serbedzija Leikstjórn: Arto Halonen Útgef.: Myndform VOD Sálfræðitryllir Eftir að bankaræningi, sem skaut tvo bankastarfsmenn til bana, er hand- tekinn fer rannsóknarlögreglumanninn Anders Olsen að gruna að hér sé ekki allt sem sýnist og að ræninginn hafi verið dáleiddur til að fremja ránið. The Guardian Angel byggir að hluta til á sannri sögu, en ránið sem um ræðir og morðin voru framin í Danmörku á sjötta áratug síðustu aldar og vöktu mikla athygli á sínum tíma. Grunur Anders beindist fljótlega að manni að nafni Bjørn Schow Nielsen sem í ljós kom að hafði deilt fangaklefa með morðingjanum. Smám saman sannfærist Anders um að grunur hans sé réttur en á þá við það vandamál að stríða að þurfa að sanna sitt mál. Það reynist engin hægðarleikur ... Hver stjórnar því sem þú gerir? Lögreglumaðurinn Anders Olsen (lengst t.h.) yfirheyrir hinn grunaða, Bjørn Schow Nielsen (t.v.). Á milli þeirra eru aðstoðarmenn Anders, Petersen og dr. Dabrowski. Punktar ............................................................................................ l The Guardian Angel er þriðja mynd finnska leikstjórans og handritshöfundarins Artos Halonen í fullri lengd, en þær fyrri voru Princess (2010) og A Patriotic Man (2013). Þess utan á Arto að baki fjölmargar stutt- og heimildarmyndir sem hann hefur verið margverðlaunaður fyrir í gegnum árin eins og sjá má á t.d. Imdb.com. The Guardian Angel – Elías 3. ágúst Teiknimyndir um dráttarbátinn Elías og vini hans Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Norsku verðlaunateiknimyndirnar um björg- unarbátinn Elías og vini hans eru allt í senn litríkar, fyndnar, fræðandi og hæfilega spenn- andi fyrir yngri kynslóðir áhorfenda. Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraney, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árum áður og nutu mikilla vinsælda bæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðum og gagnlegum boðskap sem á alltaf við. Í þessari útgáfu er að finna fyrstu átta þættina í seríu 3. Elías bjargar málunum!

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=