Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan
20 Myndir mánaðarins 17. ágúst 90 mín Aðalhl.: Aaron Poole, KennethWelsh, Daniel Fathers og Ellen Wong Leikstj.: J. Gillespie og S. Kostanski Útg.: Myndform VOD Vísindahrollur Eftir að lögreglumaðurinn Daniel Carter ekur fram á skelfingu lostinn mann og kemur honum á sjúkrahús fer í gang atburðarás sem orð geta ekki lýst. Kvikmyndin The Void er fyrir aðdáendur vísindaskáldsagna með hrollvekjuívafi, en hún er eftir þá félaga Steven Kostanski og Jeremy Gillespie semhafa um árabil verið eftirsóttir förðunar- og brellumeistarar og unnu t.d. við myndir eins og Suicide Squad og It . The Void er af gamla skólanum hvað tæknibrellur varðar, þ.e. að þær eru allar handgerðar en ekki tölvugerðar eins og nú er algengast. Það ljær myndinni nokkuð gamaldags yfirbragð en um leið þykir þeim Steven og Jeremy hafa tekist að kalla fram allt það besta sem hægt var að gera í höndunum í „gamla daga“ og lyfti fólki á víxl upp úr sófanum eða negldi það niður í hann ... Ef helvíti er til þá er þetta verra Fimm af þeim sem geta lítið annað gert en að bíða þess sem verða vill eru leikin af Aaron Poole, Daniel Fathers, Kathleen Munroe, Ellen Wong og Mik Byskov. Punktar ............................................................................................ l The Void var fjármögnuð af aðstandendum hennar, vinum og vandamönnum þeirra og frjálsum fram- lögum áhugafólks um kvikmyndir í gegnum fjár- mögnunarsíður á netinu. l Myndin er undir sterkum áhrifum hrollvekja níunda áratugar síðustu aldar, ekki síst myndum Johns Carp- enter, The Thing (1982) og Prince of Darkness (1987). The Void – Mary Shelley HHHH - TimeOut HHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - VillageVoice HHH 1/2 - Screen International HHH - Variety HHH - Empire HHH - Total Film HHH - Globe andMail HHH - A. Republic 17. ágúst 120 mín Aðalhlutverk: Elle Fanning, Douglas Booth, Tom Sturridge og Bel Powley Leikstjórn: Haifaa Al-Mansour Útg.: Myndform VOD Sannsögulegt Sagan af Mary Shelley sem skrifaði fyrir tvítugt hina sígildu sögu um dr. Victor Frankenstein og óskapnað hans, en sagan kom fyrst út árið 1818. Mary Wollstonecraft Godwin var fædd 30. ágúst 1797 og var af þekktu fólki komin. Móðir Mary, Mary Wollstonecraft, lést þó innan mánaðar frá fæðingu hennar og ólst stúlkan síðan upp í umsjá föður síns, Williams Godwin. Árið 1814, þegar Mary var aðeins sextán ára, hóf hún ástarsamband við hinn kvænta Percy Bysshe Shelley og átti samband þeirra eftir að valda mikilli hneykslun. Þegar Mary var aðeins 18 ára fór hún í ferðalag með Percy til Frakklands og það var í því ferðalagi sem hún byrjaði að skrifa söguna um dr. Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði. Hún kom síðan út tveimur árum síðar og náði strax vinsældum, en um leið þurfti Mary að glíma við þann orðróm og trú margra að Percy hefði skrifað söguna því svona sögu gæti kona ekki skrifað, hvað þá tvítug ... Konan sem skapaði Frankenstein Þau Mary og Percy (í miðju) eru leikin af Elle Fanning og Douglas Booth og þau Bel Powley og Tom Sturr- idge leika þau Claire Clairmont og Byron lávarð. Punktar ............................................................................................ l Í myndinni kemur við sögu þekkt samtíðarfólk Mary Shelley, t.d. Byron lávarður, ljóðskáldið Samuel Taylor Coleridge, systir Mary, Claire, sem var barnsmóðir Byrons, lögmaðurinn og skáldið Thomas Jefferson Hogg sem var besti vinur Percys Shelley, en Percy var sjálfur eitt virtasta ljóðskáld Bretlands á þessum tíma, og nokkrir fleiri. HHHH - Hollyw. Reporter HHH 1/2 - BostonGlobe HHH 1/2 - N. Y. Times HHH 1/2 - Screen HHH - L. A. Times HHH - Empire HHH - TheGuardian
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=