Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

21 Myndir mánaðarins 17. ágúst 134 mín Aðalhl.: Gemma Arterton, Derek Jacobi, Mark Rendall og Elliott Gould Leikstj.: Radu Mihaileanu Útg.: Myndform VOD Gamandrama The History of Love , eða Saga ástarinnar , er í raun nokkrar samtvinnaðar ástarsögur sem spanna meira en 60 ár þar semmiðpersónan er Léo Gursky, bæði á sínum yngri og efri árum. Þetta er mynd fyrir þá sem kunna að meta sögulegar ástar- og örlagasögur sem sitja lengi eftir í minningu áhorfenda. Það er ekki hlaupið að því að lýsa söguþræði þessarar myndar í fáum orðum en hún hefst í Póllandi fyrir síðari heimsstyrjöldina þar sem við kynnumst þeim Léo Gursky og Ölmu Mereminski. Þau þróa með sér innilegt ástarsamband sem rofnar þegar Alma er send til Bandaríkjanna áður en Þjóðverjar hertaka landið. Léo lendir á milli steins og sleggju í styrjöldinni en lifir hana af, staðráðinn í að komast til Bandaríkjanna og finna æskuást sína. En hans bíða dapurlegar fréttir ... Sagan fer í hringi Derec Jakobi í hlutverki Léos Gursky á efri árum og Sophie Nélisse leikur Ölmu Singer sem að hluta til endurtekur sögu Léos frá hans yngri árum. Punktar ............................................................................................ l Myndin er gerð eftir samnefndri bókNicoleKrauss sem kom út árið 2004 og var þýdd á hátt í 40 tungumál, þ. á m. á íslensku af Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, en hér á landi kom sagan út hjá Skugga forlagi árið 2008 og heitir Saga ástarinnar . l Upphaflega hafði John Hurt tekið að sér hlutverk Léos Gursky eldri en þegar veikindi hans reyndust alvarlegri en hann hélt þau væru neyddist hann til að draga sig í hlé og sté Derec Jakobi þá inn í hans stað. The History of Love – Mói 17. ágúst 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir að undanförnu á RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD- leigunum og hér eru þættir 25 til 31 í seríunni. Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11mínútur að lengd. Mói Komdu með í ferðalög um heiminn

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=