Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

23 Myndir mánaðarins 20. ágúst 94 mín Aðalhl.: Saoirse Ronan, Laurie Metcalf, Tracy Letts og Lucas Hedges Leikstj.: Greta Gerwig Útgef.: Síminn og Vodafone VOD Gamandrama Gamandramað Lady Bird er að margra mati ein af bestu og skemmtilegustu myndumársins 2017 og kemur nú loksins út á sjónvarpsleigunum20. ágúst. Lady Bird er af þeirri tegund mynda sem á ensku eru jafnan nefndar „coming of age“-myndir en þær fjalla um það tímabil í lífi hverrar manneskju þegar þær þurfa að taka skrefin frá æsku- og unglingsárunum yfir í heim hinna fullorðnu. Það getur gengið misjafnlega eins og allir vita sem reynt hafa og hér er þessum skrefum lýst á snilldarlegan hátt með sérlega vel skrifuðum samtölum og samleik þeirra leikara sem við sögu koma. Ekki láta þessa frábærumynd framhjá þér fara. Skapaðu þér þitt eigið nafn Saoirse Ronan og Lucas Hedges sem þau Lady Bird og Danny O’Neill í einu atriði myndarinnar. Punktar ............................................................................................ l Lady Bird hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar og var t.d. tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, fernra Golden Globe-verðlauna og þrennra BAFTA-verðlauna. l Myndin gerist að mestu í borginni Sacramento í Kaliforníu og urðu vinsældir hennar til þess að nú er boðið upp á skipulagða göngutúra um göturnar og svæðin semmyndin gerist á. Lady Bird – Super Troopers 2 HHHHH - Time HHHHH - C. Sun-Times HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - W. Post HHHHH - The New York Times HHHHH - CineVue HHHHH - Time Out HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - Entertainm. Weekly HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - Empire HHHH - Total Film HHHH - Guardian HHHH - Slant 23. ágúst 99 mín A.hl .: Fimmmenningarnir í Broken Lizard-gríngenginu ásamt gestum Leikstj.: Jay Chandrasekhar Útg.: Síminn og Vodafone VOD Gaman/farsi Fimmmenningarnir í Broken Lizard-gríngenginu mæta aftur sem lögg- urnar Thorny, Foster, Mac, Rabbit og Farva, en þeir gerðu það gott í grín- smellinum Super Troopers árið 2001 og hafa nú fengið glænýtt verkefni. Í þetta sinn kemur í ljós að landmælingar á spildu einni sunnarlega í Québec í Kanada hafa verið rangar því nýjar mælingar sýna að hún tilheyrir að öllum lík- indum Vermont-ríki Bandaríkjanna en ekki Québec. Á meðan endanlega er skorið úr um eignarhaldið fyrir dómstólum er svæðið lýst hlutlaust og felst verkefni okkar manna í því að koma upp nýrri eftirlitsstöð á því. Því kunna íbúar svæðisins frekar illa og þá ekki síst hin kanadíska sveit landamæravarða sem lítur á allt bandarískt semóvelkomna aðskotahluti. Þaðmá því segja að andrúmsloftið á svæðinu verði í framhaldinu lævi blandið og alveg sérlega eldfimt ... Það er kominn tími til! Fyrir utan löggurnar fimm koma bæði gamlir kunningjar úr fyrri myndinni og nýjar persónur við sögu, þar á meðal bæjarstjórinn Guy Le Franc sem Rob Lowe leikur. Punktar ............................................................................................ l Til að fjármagna gerð myndarinnar fóru fimm- menningarnir í samstarf við fjármögnunarvefinn Indiegogo í mars 2015 og var markið sett á að safna tveimur milljónum dollara. Það náðist með glans á aðeins 26 klukkustundum og þegar yfir lauk var upphæðin komin í 4,4 milljónir dollara. Um leið varð þetta sjöunda best heppnaða fjármögnun Indiegogo frá upphafi. HHHH - N. Y. Times HHH 1/2 - ReelViews HHH - Empire HHH - H. Reporter

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=