Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

25 Myndir mánaðarins Krummi klóki Kappaksturinn mikli Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Viktor Már Bjarnason, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Selma Björnsdóttir, Karl Pálsson, Íris Tanja Flygenring, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Ívan Rökkvi Elíasson og Matthías Davíð Matthíasson Leikstjórn: Árni Ólason Útgefandi: Myndform 73 mín 23. ágúst Þessi bráðfjöruga og litríka teiknimynd er byggð á sögum þýska barnabókahöfundarins Nele Moost með teikningum eftir Annet Rudolph en þær hafa verið þýddar á 22 tungumál hingað til og selst í meira en fimmmilljónum eintaka. Krummi klóki er lífsglaður og fjörugur krummi en dálítill galgopi á köflum. Dag einn leiðir glannaakstur hans um skóginn til að hann ekur á birgðageymslu með þeim afleiðingum að allar matarbirgð- irnar sem dýrin í skóginum höfðu safnað til vetrarins fara forgörð- um. Úr vöndu er að ráða en þá fær Krummi þá hugmynd að taka þátt í spennandi skógarkappakstri þar sem sigurvegaranum er heitið 100 gullpeningum. Þaðætti jú að nægja til að bæta skaðann. Í framhaldinu lendir Krummi klóki síðan í alls konar skringilegum ógöngum og óvæntum uppákomum og hvort sem honum tekst að sigra í kappakstrinum eða ekki á hann eftir að læra að sumt er jafnvel meira virði en gullpeningar, t.d. sönn vinátta og samvinna ... Krummi klóki Teiknimynd VOD DVD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=