Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

28 Myndir mánaðarins Avengers: Infinity War Stál í stál Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Scarlett Johansson, Robert Downey Jr., Benedict Cumberbatch, Chadwick Boseman, Josh Brolin, Chris Evans, Tom Holland, Zoe Saldana, Chris Pratt, Paul Rudd og allir hinir Leikstjórn: Anthony og Joe Russo Útgefandi: Síminn og Vodafone 30. ágúst l Það tók heilt ár að kvikmynda Infinity War enda var fjórða myndin sem frumsýnd verður á næsta ári tekin upp samhliða. l Atburðirnir í Avengers: Infinity War gerast um fjórum árum eftir atburðina í Guardians of the Galaxy Vol 2 . l Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, gerðu Captain America -myndirnar The Winter Soldier og Civil War , en fyrri Avengers -myndunum tveimur var leikstýrt af Joss Whedon. l Upphaflega var talað um að Carol Danvers, öðru nafni Captain Marvel, yrði kynnt til sögunnar í þessari mynd en hún verður leikin af Brie Larson í samnefndri mynd sem frumsýnd verður á næsta ári. Þetta var dregið til baka og Carol kemur ekki fram í Infinity War en þó er að finna í myndinni, þ.e. eftir að kredittextarnir eru búnir að rúlla sitt skeið á enda, tilvísun í hana í síðbúnu lokaatriði sem þeir sem yfirgáfu kvikmyndasalina of snemma misstu af í bíó. l Þetta er í níunda sinn semRobert Downey Jr. leikur IronMan og um leið jafnar hann met Hughs Jackman sem einnig lék Wolverine níu sinnum. Robert setti sitt met á tíu árum en Hugh á sautján. l Um leið og Avengers: Infinity War var frumsýnd í kvikmyndahúsum átti Marvel-bíósagnaheimurinn afmæli því nákvæmlega tíu ár voru þá liðin frá því að fyrsta myndin í honum, IronMan , var frumsýnd. Nítjánda Marvel-myndin og um leið þriðja Avengers -myndin er væntanleg á VOD-leigurnar 30. ágúst en í henni mæta nán- ast allar þær ofurhetjur sem við höfum kynnst í þessum myndum til leiks í baráttunni við hinn ógurlega Thanos sem kominn er til Jarðar ásamt sínum ómennska her til að finna svokallaða „eilífðarsteina“. Það má honum alls ekki takast! Það má með sanni segja að þessi nýja Avengers -mynd frá Marvel sé heil kvikmyndahátíð út af fyrir sig, a.m.k. fyrir hina fjölmörgu að- dáendur ofurhetjumynda, enda ekki á hverjum degi sem allar þekktustu ofurhetjur Marvel-sagnaheimsins hittast og taka hönd- um saman. Tilefnið er ærið því von er á til Jarðar máttugasta óvini manna hingað til, óvini sem engin ofurhetja á roð í ein síns liðs. Við förum ekki nánar út í söguþráðinn hér enda inniheldur hann atburðarás og uppákomur sem koma verulega á óvart og bannað er að segja þeim frá sem ekki hafa séð myndina. Þó ætti það að vera á flestra vitorði að baráttan við Thanos endar ekki hér þar semhann er enn sprelllifandi í fjórðu myndinni sem gerð var samhliða og verður frumsýnd að ári. En endir þessarar myndar er samt afar óvæntur ... Avengers: Infinity War Hinn illskeytti Thanos er ekkert lamb að leika sér við og ef hann nær að koma höndum yfir alla eilífðarsteinana verður hann ósigrandi. Ævintýri / Ofurhetjur Punktar .................................................... 155 mín VOD HHHHH - Empire HHHHH - Total Film HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - Verge HHHH 1/2 - ReelViews HHHH - Guardian HHHH - H. Reporter HHHH - Variety HHHH - Playlist HHHH - USAToday HHHH - C. Sun-Times

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=