Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan
29 Myndir mánaðarins Vargur Svo bregðast krosstré Aðalhlutverk: Gísli Örn Garðarsson, Baltasar Breki Samper, Anna Próchniak, Marijana Jankovic, Ingvar Eggert Sigurðsson og Rúnar Freyr Gíslason Leikstjórn: Börkur Sigþórsson Útgefandi: Sena 90 mín Andri Ólafsson. 30. ágúst l Börkur Sigþórsson sem leikstýrir myndinni skrifaði einnig söguna og handritið og það er nokkuð óhætt að lofa væntanlegum áhorf- endum að atburðarásin á eftir að koma þeim verulega á óvart. l Aðalframleiðendur myndarinnar eru þau Baltasar Kormákur og Agnes Johansen. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Bergsteins Björgúlfssonar og Elísabet Rónaldsdóttir sá um klippinguna. Þessi fjögur eiga það líka sameiginlegt ásamt Berki leikstjóra að hafa komið að gerð hinna vinsælu sakamálaþátta Ófærð . Bræðurnir Erik og Atli eru við fyrstu sýn ólíkir að upplagi en hafa samt báðir komið sér í mikinn og bráðan fjárhagsvanda, hvor á sinn hátt. Þegar þeir sammælast um að leysa málin með því að fá unga pólska stúlku til að smygla fyrir þá eiturlyfjum innvortis til Íslands hefst þrautaganga þeirra þó fyrir alvöru! Vargur er fyrsta mynd Barkar Sigþórssonar í fullri lengd en hann er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð og á meðal annars að baki verðlaunastuttmyndina Skaði ( Come toHarm ), semhlaut Eddu- verðlaunin árið 2012 sem besta stuttmynd ársins, auk leikstjórnar á nokkrum af þáttum sakamálaseríunnar Ófærð sem sló í gegn í sjónvarpi fyrir tveimur árum eins og flestir Íslendingar vita. Meðhlutverk bræðranna Eriks ogAtla faraþeir Gísli ÖrnGarðarsson og Baltasar Breki Samper. Erik hefur komið sér í vond mál eftir að hafa dregið sér fé til að fjármagna óhóflegan og dýran lífsstíl sinn en Atli skuldar eiturlyfjasölum fúlgur fjár og glímir við hótanir ósvífinna handrukkara sem ógna einnig konu hans og barni. Til að byrja með virðist þaulskipulögð áætlun þeirra um að smygla eiturlyfjunum til Íslands ætla að ganga upp en þá kemur óvænt babb í bátinn sem setur allt í uppnám og gjörbreytir stöðunni ... Gísli Örn Garðarsson leikur Erik sem þarf nauðsynlega að finna leið til að afla mikilla peninga áður en upp um fjárdrátt hans kemst. Baltasar Breki Samper leikur Atla, en hann á í höggi við hand- rukkara úr undirheimunum sem ógna einnig fjölskyldu hans. Vargur Með hlutverk burðardýrsins fer leikkonan Anna Próchniak sem þykir einhver efnilegasta leikkona Póllands nú um stundir. Spennumynd / Tryllir Punktar .................................................... Veistu svarið? Það næsta sem við sjáum frá Berki Sigþórssyni er ný sería af Ófærð sem verður frumsýnd í haust. Þar munu áhorfendur endurnýja kynnin við margar af persónumfyrstu seríunnar, þ. á m. lögreglustjórann sem Ólafur Darri Ólafsson lék. Hvað heitir hann? VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=