Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan
30 Myndir mánaðarins 30. ágúst 109 mín Aðalhl.: Storm Reid, OprahWinfrey, ReeseWitherspoon og Chris Pine Leikstj.: Greta Gerwig Útgef.: Síminn og Vodafone VOD Ævintýri Ævintýramyndin og vísindaskáldsagan AWrinkle in Time er byggð á frægri bók bandaríska rithöfundarins Madeleine L’Engle sem kom út árið 1962. Meg Murry hefur varla litið glaðan dag síðan faðir hennar, vísindamaðurinn og stjarneðlisfræðingurinn Alex Murry, hvarf sporlaust kvöld eitt þegar hann var að vinna að tilraun sem e.t.v. hefði svarað öllum spurningum um uppruna mann- kynsins – og í raun umuppruna alheimsins. Þegar Meg og bróðir hennar, Charles, komast í kynni við þrjár verur utan úr geimnum, sem á jörðu niðri taka á sig myndir þriggja máttugra kvenna, hefst sannkölluð ævintýraferð þeirra og vinar þeirra Calvins um tíma og rúm og allar víddir alheimsins, allt til hinnar dularfullu plánetu Camazotz þar sem þau eiga eftir að komast að því hvað varð um Alex ... Búðu þig undir hið ómögulega Storm Reid og Levi Miller leika þau Meg Murry og vin hennar Calvin í ævintýramyndinni AWrinkle in Time . Punktar ............................................................................................ l Leikstjóri myndarinnar er Ava DuVernay sem síðast sendi frá sér Óskarsverð- launamyndina Selma og handritshöfundar eru þau Jennifer Lee sem skrifaði m.a. handritin að Frozen, Wreck-It Ralph og Zootro- polis , og Jeff Stockwell sem skrifaði handrit ævintýra- myndarinnar Bridge to Tera- bithia og hinnar góðu mynd- ar The Ottoman Lieutenant . A Wrinkle in Time – Ronja ræningjadóttir HHHH - Screen HHH 1/2 - Washington Post HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - New York Times HHHHH - TheWrap HHH 1/2 - IGN HHH - The Wrap HHH - The Telegraph HHH - Empire 31. ágúst 100 mín Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju ræningjadóttur Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þessi 26 þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke . Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti. Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um- hverfis kastalann þar semalls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra sínum, strák sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar, breytist allt ... Þessi útgáfa inniheldur þætti 9 til 12 sem hver fyrir sig er 25 mínútur að lengd. Þess má geta að þættirnir hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin 2016 í flokki teiknaðs barnaefnis. Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=