Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan
31 Myndir mánaðarins Becker: Kungen av Tingsryd – God’s Own Country 31. ágúst 83 mín Aðalhl.: Henrik Lilliér, Nour El-Refai, Hampus Björnsson og Jan Coster Leikstjórn: Martin Larsson Útgefandi: Myndform VOD Glæpadrama Á yfirborðinu virðist Johan Becker ekkert óvenjulegur og heldur ekki hús- gagnaverslun hans. En þegar nánar er að gáð er pottur hans víða brotinn. Becker: Kungen av Tingsryd gerist eins og heitið bendir til í bænum Tingsryd í Svíþjóð þar sem rúmlega 3000 manns búa. Becker hefur um langt skeið verið áberandi í bæjarfélaginu og komið sér vel fyrir fjárhagslega með sölu á hús- gögnum. Á bak við tjöldin hefur hann þó drýgt tekjurnar með sölu á ólöglegu áfengi og tóbaki auk þess að leigja út ólöglegt vinnuafl frá Afríku og svíkja það fólk um tekjurnar af vinnu sinni. Þess utan er hann auðvitað skattsvikari og hefur nýtt hluta af gróðanum til að halda stjórnmála- og eftirlitsfólki bæjarins góðu. En það er komið að krossgötumhjá Becker. Það eru ekki allir sáttir við vinnubrögð hans og veldi auk þess sem innan herbúða hans sjálfs eru persónur sem hyggjast taka í taumana áður en hann gengur mikið lengra. Og hvað gerir Becker þá? Eitthvað verður undan að láta Henrik Lilliér leikur Becker. Ekki láta útlit hans blekkja ykkur. 31. ágúst 104 mín Aðalhlut.: Josh O’Connor, Alec Secareanu, Gemma Jones og Ian Hart Leikstjórn: Francis Lee Útgefandi: Myndform VOD Drama Johnny Saxby er ungur maður sem lifir frekar fábreyttu lífi ásamt foreldrum sínumá sveitabæ í Yorkshire. Dag einn kemur nýr vinnumaður á bæinn, hinn rúmenski Gheorghe Ionescu, og á koma hans og viðvera eftir að breyta öllu. God’s Own Country er ein af þessum perlum sem enginn alvöru kvikmyndaunn- andi ætti að láta fram hjá sér fara. Myndin er eftir Francis Lee sem byggir söguna á eigin reynslu og þykir bæði hún og kvikmyndagerðin öll með ólíkindum góð og áhrifamikil, ekki síst vegna þess að þetta er fyrsta bíómynd Francis ... Stundum eru orð óþörf Þeir Alec Secareanu og Josh O’Connor þykja frábærir í hlutverkum sínum sem Gheorghe og Johnny í God’s Own Country . Punktar ............................................................................................ l Fyrir utan að fá frábæra dóma gagn- rýnenda (myndin er með 8,5 í meðaleink- unn á Metacritic) hefur God’s Own Country hlotið óteljandi verðlaun og viðurkenn- ingar á kvikmyndahátíðum. Hún fékk t.d. fyrstu verðlaun fyrir leikstjórn á Sundance- hátíðinni, dómnefndarverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Berlín sembestamyndin, fimmverðlaun á óháðubresku kvikmynda- hátíðinni, þ. ám. sembestamyndin og fyrir besta handritið, Empire-verðlaunin sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn, bresku leikstjórnarverðlaunin sem besta fyrsta mynd leikstjóra og tilnefningu til BAFTA-verðlaunanna sem besta myndin. Og svo mætti lengi telja. Sjá nánar á Imdb. HHHHH - S.F. Chronicle HHHHH - L.A. Times HHHHH - Village Voice HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - H. Reporter HHHH 1/2 - Screen Internat. HHHH - CineVue HHHH - The Guardian HHHH - Empire HHHH - Variety HHHH - Telegraph HHHH - Time Out
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=