Myndir mánaðarins, ágúst 2018 - Leigan

32 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Eftir að grímuklæddir innbrotsþjófar myrða eiginkonu læknisins Pauls Kersey (Bruce Willis) og stórslasa dóttur hans, og lögreglan segist ekkert geta gert vegna skorts á sönnunum, ákveður Paul að taka málin í eigin hendur, finna morðingjana og refsa þeim með misk- unnarlausum dauðadómi og aftöku. Eftir að hafa beðið Anastasiu í síðustu mynd ganga þau Christian nú í hjóna- band og halda í brúðkaupsferð til Suður- Evrópu þar sem þau njóta alls þess besta sem peningar geta keypt. En þegar þau snúa aftur heim til Seattle bankar fortíðin upp á og þau standa bæði frammi fyrir alvarlegum vanda sem verður að leysa. Black Panther er ein vinsælasta mynd ársins hingað til en hún er 18. myndin úr hinum sameinaða ofurhetjuheimi Mar- vel-fyrirtækisins. Um leið er þetta fyrsta bíómyndin um konung Wakanda, T’Challa, öðru nafni Svarta pardusinn, en hannbýryfirmiklumhæfileikumogverð- ur áberandi í næstu Marvel-myndum. Nýjasta mynd leikstjórans Guillermos del Toro er hugmyndaríkt ævintýri sem allt eins mætti flokka sem rómantíska ástar- sögu, spennumynd og fantasíu. Það er a.m.k. alveg ljóst að TheShapeofWater er ein besta mynd ársins 2017 enda fékk hún m.a. þrettán tilnefningar til Óskars- verðlauna og hlaut þar af fern þeirra. Í þessari þriðju og síðustu mynd í The Maze Runner -þríleiknum koma öll lokasvör gátunnar fram auk þess sem örlög aðalpersónanna ráðast, en þau hafa komið aðdáendum fyrri myndanna verulega á óvart. Tekst Thomasi og vinum hans að snúa vörn í sókn og frelsa félaga sína úr ánauðinni, eða ... Þegar fyrrverandi sérsveitar- og FBI- manninum Joe er falið að hafa uppi á ungri stúlku sem seld hefur verið man- sali á vændishús í New York kemst hann brátt að því að björgun hennar gæti kostað hann allt, jafnvel lífið. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist! Joaquin Phoenix fer á kostum í aðalhlutverki. Þessi mynd Joes Wright gerist öll í maí 1940 og lýsir aðdraganda þess að Churchill var skipaður forsætisráðherra, svo og fyrstu dögum hans í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Myndin er margverðlaunuð og leikur Garys Oldman í aðalhlutverkinu verður að teljast alveg einstakur. Teiknimyndin um stóra, sterka en góð- hjartaða nautið Ferdinand er frá þeim sömuoggerðu Ísaldar -og Rio -myndirnar og hefst þegar Ferdinand er bara lítill kálfur. Þegar örlögin haga því svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast þarf hann að finna leiðina heim áður en það er of seint. Phantom Thread er nýjasta mynd leik- stjórans og handritshöfundarins Pauls Thomas Anderson og þykir meistara- verk, óaðfinnanlega sviðsett og leikin og segir sögu sem áhorfendur gleyma seint. Þetta er tvímælalaust ein besta mynd ársins 2017, mynd sem enginn kvikmyndaunnandi ætti að missa af. Verðlaunamyndin The Florida Project gerist á einu sumri í og við leiguíbúða- blokk í námunda við Disney-garðinn í Orlando í Flórída og segir frá hinni sex ára gömlu Moonee, kostulegum uppá- tækjum hennar og samskiptum við vini, móður og aðra íbúa, og ekki síst við hús- vörðinn og rekstrarstjórann Bobby. Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjall- aranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji . Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Stórskemmtilegt ævintýri oggrín fyrirallameð frábærum leikurum. Gringo erstórskemmtilegsvörtkómedía, farsi og satíra þar sem óvæntar fléttur koma stöðugt á óvart og enginn getur séð fyrir hvernig endar. Hér má hlæja dátt að óförum annarra! David Oyelowo, Charlize Theron, Joel Edgerton, Sharlto Copley, Thandie Newton og Amanda Seyfried í aðalhlutverkum. Hörkugóð, sannsöguleg mynd um unglingsár fjöldamorðingjans Jeffreys Dahmer, en myndin er gerð eftir samnefndri bók Johns Backderf sem var einn fárra sem vinguðust við Jeffrey í framhaldsskóla og kynntist honum, en það var bara rétt áður en Dahmer framdi sitt fyrsta morð, átján ára gamall. Einn alræmdasti harðstjóri sögunnar, Jósef Stalín, lést 5. mars árið 1953 eftir að hafa fengið heilablóðfall fjórum dögum fyrr. Þar sem hann hafði ekki skilið eftir nein fyrirmæli um arftaka sinn hófst þá þegar alveg makalaust valdatafl hæst settu mannanna í stjórn hans í Kreml sem hér er gert stólpagrín að. Red Sparrow er byggð á frábærri verðlauna- og metsölunjósnasögu fyrr- verandi CIA-mannsins Jasons Matthews og segir frá ungri konu sem er þröngvað til að gerast njósnari fyrir Rússa og býr yfir hæfileikum sem eiga eftir að koma sér vel þegar hætta steðjar að. Jennifer Lawrence leikur þessa konu af snilld. Coco er nítjánda mynd Pixar-teikni- myndarisans í fullri lengd og er rómuð sem ein besta teiknimynd fyrirtækisins til þessa. Myndin hlaut bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlaunin sem besta teiknimynd ársins auk þess sem aðallag hennar, Remember Me , hlaut Óskarinnsembestakvikmyndalagársins. AQuietPlace gerist í náinni framtíð þegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mann- kyns. Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífs- hættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frá sér nein hljóð því ef þau gera það þá ráðast skrímslin á þau. En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa frá sér hljóð? Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Padding- ton er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Hér lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem hann ætlaði að kaupa handa frænku sinni í afmælisgjöf. Sönn saga Donalds Crowhurst sem freistaði þess árið 1968 að verða fyrstur til að sigla í kringum hnöttinn einn síns liðs og án viðkomu í öðrum löndum. Hnattsiglingin vakti heimsathygli á sínum tíma, ekki bara vegna mettilraun- arinnar heldur vegna þess að ferð hans snerist upp í mikla og magnaða ráðgátu. Spenna/hasar Njósnamynd Ofurhetjur Sálfræðitryllir Gamanmynd/farsi Ævintýri/spenna Tryllir Spennumynd Teiknimynd Rómantík Ævintýri Sannsögulegt Sannsögulegt Drama Sannsögulegt Gamanmynd Drama Fjölskyldumynd Ævintýri Coco Black Panther Red Sparrow YouWere Never Really Here A Quiet Place Maze Runner: The Death Cure Ferdinand Fifty Shades Freed The Death of Stalin The Shape of Water Darkest Hour My Friend Dahmer Paddington 2 The PhantomThread The Florida Project Jumanji: Welcome to the ... Gringo The Mercy DeathWish Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum Sjö mánuðum eftir að dóttir Mildred Hayesvarmyrtþrýturhanaþolinmæðina og grípur til sinna ráða til að fá lögreglustjórann Bill Willoughby og menn hans í smábænum Ebbing í Missouri til að rannsaka málið og finna morðingjann.Tekst það eða býr eitthvað gruggugt að baki afskiptaleysinu? Game Night er mjög fyndin og dálítið svört kómedía í anda mynda eins og Horrible Bosses - og Hangover -myndanna. Þau Jason Bateman og Rachel McAdams leika hjónin Max og Annie sem kemur ekkert allt of vel saman nema þegar þau sinnaþvísameiginlegaáhugamáliað fara í einhvern leik ásamt vinum sínum! Gamanmynd Spenna/vestri Three Billboards Outside ... Game Night

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=