Myndir mánaðarins, september 2018 - Bíó
10 Myndir mánaðarins Væntanlegt í október Það bíða margir eftir að sjá hvernig Bradley Cooper hefur tekist til við gerð sinnar fyrstu myndar sem leikstjóri, en hún heitir A Star is Born og er eins og flestir vita byggð á samnefndri mynd frá árinu 1937 með þeim Fredric March og Janet Gaynor í aðalhlutverkum. Sagan var síðan endurgerð af George Cukor árið 1954 með James Mason og Judy Garland í aðalhlutverkunum og svo aftur af Frank Pierson árið 1976, en þar voru Kris Kristofferson og Barbra Streis- and í aðalhlutverkum. Þann 5. október er sem sagt komið að útgáfu Bradleys Cooper sem leikur sjálfur aðalhlutverkið ásamt Lady Gaga. Fyrsta stiklan úr myndinni lofar góðu og eru margir í Hollywood farnir að gera því skóna að myndin verði ein þeirra sem keppa muni um Óskarsverðlaunin á næsta ári. Það kæmi ekki á óvart ef svo verður. Bradley Cooper og Lady Gaga í hlutverkum sínum sem þau Jack- son og Ally en A Star is Born er spáð miklum vinsældum í október. Life Itself er nýjasta mynd leikstjórans Dans Fogelmans sem hefur aðeins sent frá sér eina mynd áður sem leikstjóri, hina þrælgóðu Danny Collins sem margir töldu eina bestu mynd ársins 2015. Þess utan hefur Dan skapað sér nafn sem handritshöfundur en hann skrifaði m.a. handrit myndanna Crazy, Stupid, Love og Last Vegas auk þess að vera höfundur hinna lofuðu sjónvarpsþátta This Is Us . Life Itself segir frá parinuWill og Abby semhittist fyrst í mennta- skóla og ákveða að eyða lífinu saman. Eins og með flest önnur sambönd á eftir að reyna á þeirra samband í lífsins ólgusjó, ekki síst eftir að þau eignast sitt fyrsta barn og skuldbindingin verður enn meiri en áður. Myndin verður frumsýnd hér á landi í október en orðrómurinn segir að hún sé mjög líkleg til að blanda sér í baráttuna á verðlaunapöllunum þegar árið verður gert upp. Með aðalhlutverkin fara þau Oscar Isaac og Olivia Wilde, ásamt Annette Bening, Mandy Patinkin, Olivia Cooke, Jean Smart, Antonio Banderas, Samuel L. Jackson og Lorenzu Izzo. Þeir sem kunna að meta átök og hörkuhasar ættu að kynna sér myndina Hunter Killer sem frumsýnd verður í október en hún er eftir leikstjórann Donovan Marsh og er framleidd af sama teymi og gerði myndina London Has Fallen , þar á meðal Gerald Butler sem einnig leikur aðalhlutverkið, kafbátaforingjann Joe Glass. Handritshöfundar eru þeir Jamie Moss og Arne Schmidt en sagan er byggð á skáldsögunni Firing Point eftir þá George Wallace og Don Keith. Myndin segir frá því þegar rússneskur hershöfðingi svíkur lit og hrifsar til sín völdin í heimalandinu með því að ræna forsetanum. Um leið verður ljóst að þriðja heimsstyrjöldin er yfirvofandi! Kíkið endilega á frábæra stikluna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=