Myndir mánaðarins, september 2018 - Bíó
16 Myndir mánaðarins The Nun Biddu fyrir þér Aðalhlutverk: Taissa Farmiga, Bonnie Aarons, Demián Bichir, Jonny Coyne, Charlotte Hope, Lili Bordán, Ingrid Bisu og Sandra Teles Leikstjórn: Corin Hardy Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Króksbíó og Eyjabíó 96 mín American Horror Story. Frumsýnd 7. september l The Nun er að öllu leyti tekin upp þar sem hún gerist, þ.e. í Rúm- eníu, og að stærstum hluta í gömlu Transylvaníu þar sem fjölmörg söguleg mannvirki frá miðöldum er að finna. l The Nun er hluti af Conjuring -sögunni og er annað„spin off“-ið frá þeim myndum á eftir Annabelle , en djöflanunnan illa sást fyrst í Conjuring 2 og þar kom fram að hún heitir Valak. Um leið er þessi mynd fremst í tímaröðinni, þ.e. að atburðirnir í henni gerast á undan bæði atburðunum í Annabelle - og Conjuring -myndunum. l Samkvæmt Imdb.com er þriðja Annabelle -myndin á leiðinni og að sögn James Wan, sem er höfundur sögunnar ásamt handrits- höfundinum Gary Dauberman, getur vel verið að gerð verði fram- haldsmynd af The Nun því nú þegar liggi söguþráðurinn fyrir. Hvort af gerð hennar verði byggist væntanlega á gengi The Nun , en henni er reyndar spáð miklum vinsældum í kvikmyndahúsum. Í fyrra var það Stephen King-sagan It sem var tryllir mánað- arins í september og í ár er það nýjasta myndin frá James Wan og félögum, The Nun , en hún segir frá illu djöflanunnunni Valak semmun alveg áreiðanlega negla áhorfendur í sætin! The Nun segir í stuttu máli frá ungri nunnu, Irene, sem er ásamt prestinumBurke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í suðurhluta Transylv- aníu. Fljótlega eftir komuna þangað uppgötva þau Irene og Burke að hlutirnir eru sannarlega ekki með felldu í klaustrinu því þar hefur hin framliðna og meinilla nunna Valak tekið völdin ... Það er Taissa Farmiga sem leikur nunnuna Irene en hún er systir Veru Farmigu sem lék Lorraine Warren í Conjuring -myndunum. Á milli þeirra Irene og Lorraine er þó enginn skyldleiki að því er við hér á Myndum mánaðarins best vitum. Djöflanunnan Valak sem þarna er í baksýn er leikin af Bonnie Aarons sem lék hana einnig í Conjuring 2 . Mexíkóski leikarinn Demián Bichir leikur föður Burke sem er ásamt nunnunni Irene sendur til Rúmeníu að rannsaka dularfullt dauðsfall. The Nun Þessi kastali, þar sem hluti sögunnar gerist, er í raun Corvin-kastali (einnig nefndur Hunyadi- eða Hunedoara-kastali), en hann stendur við bæinn Hunedoara í Transylvaníu og var byggður ummiðja 15. öld. Veistu svarið? Taissa Farmiga lék sitt fyrsta hlutverk þegar systir hennarVerafékkhanatilaðleikaísinnifyrstumynd sem leikstjóra, Higher Ground, árið 2011. Sennilega er Taissa þó þekktust fyrir hlutverk sín sem Zoe, Violet og Sophie í ... hvaða sjónvarpsþáttum? Hrollur Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=