Myndir mánaðarins, september 2018 - Bíó
18 Myndir mánaðarins The Predator Sterkari, snjallari, banvænni Aðalhlutverk: Boyd Holbrook, Trevante Rhodes, Jacob Tremblay, Keegan-Michael Key, Olivia Munn, Sterling K. Brown, Alfie Allen, Thomas Jane, Jake Busey og Yvonne Strahovski Leikstjórn: Shane Black Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 101 mín The Monster Squad. Frumsýnd 14. september l Þess má geta til gamans, ekki síst fyrir þá semmuna vel eftir fyrstu Predator -myndinni, að leikstjórinn Shane Black lék í henni málalið- ann Hawkins sem varð illu heilli einn af þeim fyrstu sem féll fyrir geimskrímslinu, en það var einnig fyrsta kvikmyndahlutverk hans. Þegar ungur einhverfur drengur að nafni Rory, semhefur ein- staka hæfileika á tungumálasviði, opnar fyrir slysni leið fyrir hinar grimmu og blóðþyrstu geimverur sem við þekkjum sem „Rándýrin“ til að snúa aftur til jarðar hefst barátta upp á líf eða dauða því Rándýrin ætla sér að gera út af við mannkynið. The Predator er fjórða myndin sem gerð er um samnefnd„Rándýr“ og geimskrímsli sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mynd Johns McTiernan, Predator , árið 1987. Vinsældir hennar urðu miklar og gátu af sér framhaldsmyndirnar Predator 2 árið 1990 og síðan Predators árið 2010 auk þess sem tvær „spin off“-myndir voru gerðar, Alien vs. Predator árið 2004 og framhald hennar, Alien vs. Predator: Requiem árið 2007. Í þetta sinn er það Shane Black sem leikstýrir og skrifar einnig handritið ásamt Fred Dekker, en Shane er sem leikstjóri þekktastur fyrir Kiss Kiss Bang Bang , Iron Man 3 og The Nice Guys , auk þess sem hann skrifaði handrit Lethal Weapon - myndannaogbestumyndar RennysHarlin, TheLongKissGoodnight . Þegar þetta er skrifað, þremur vikum fyrir frumsýningu, hafa auð- vitað engir dómar birst um myndina en það er full ástæða fyrir aðdáendur Predator -seríunnar og aðra spennu- og hasarmynda- unnendur að láta sig hlakka til, enda virðist mikið í myndina lagt. „Rándýrin“ hafa nú uppfært bardagatækni sína og búnað og eru orðin mun öflugri en áður – og voru þó engir aukvisar fyrir. The Predator Veistu svarið? Þeir Shane Black og Fred Dekker hafa áður unnið saman, m.a. við grínhrollvekju árið 1987 semþeir skrifuðu saman og Fred leikstýrði, en í henni komu fram nokkrir þekktustu karakterar hrollvekjumynda fyrri tíma. Hvað hét myndin? Spenna / Hasar Punktar .................................................... Hluti teymisins sem tekst á við geimskrímslin ásamt leikstjóranum Shane Black sem krýpur fyrir framan hópinn. Þetta eru Sterling K. Brown, Trevante Rhodes, Boyd Holbrook, Olivia Munn, Keegan-Michael Key og Jacob Tremblay sem leikur örlagavaldinn unga, Rory McKenna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=