Myndir mánaðarins, september 2018 - Bíó
20 Myndir mánaðarins The House with a Clock in Its Walls Handan við tímann Aðalhlutverk: Jack Black, Cate Blanchett, Owen Vaccaro, Renée Elise Goldsberry, Sunny Suljic, Kyle MacLachlan og Lorenza Izzo Leikstjórn: Eli Roth Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Skjaldborgarbíó, Króksbíó og Eyjabíó 113 mín Daddy’s Home-myndunum. Frumsýnd 21. september l Takið eftir leikaranum Sunny Suljic í hlutverki skóla- bróður Lewis, Tarbys Corrigan, en Sunny er í dag einna þekktastur fyrir að leika Atreus, son gríska guðsins Krat- osar, í einum vinsælasta PS4-tölvuleik ársins, God of War . Þegar hinn ungi munaðarleysingi Lewis Barnavelt kemur til dvalar hjá föðurbróður sínum, Jonathan, kemst hann fljótlega að því að Jonathan er ekki bara alveg rammgöldróttur heldur búa í húsi hans hatursfull og ill öfl sem eru frá öðrum heimi. The House with a Clock in Its Walls er byggð á sam- nefndri unglingabók bandaríska rithöfundarins Johns Bellairs sem kom út árið 1973 og innihélt teikningar eftir Edward Gorey. Bókin naut mikilla vinsælda og gat um leið af sér heila bókaseríu um aðalpersónuna, Lewis Barnavelt, og ævintýri hans. Í þessari fyrstu sögu um Lewis uppgötvar hann ekki bara að föðurbróðir hans er seiðkarl heldur byrjar hann líka að læra ýmsa galdra sjálfur með hjálp frænda síns og nágranna þeirra, nornarinnar góðu, Zimmer- man. Um leið kemst hann að því að fyrrverandi eigendur hússins, galdrahyskið Isaac og Selena Izard, höfðu falið dularfulla klukku einhvers staðar í veggjum þess sem síðan þá hefur talið niður tímann að sjálfum dómsdeginum. Takist þeim Lewis, Jonathan og Zimmerman ekki að finna þessa klukku og stöðva niðurtalninguna áður en hún slær í síðasta sinn er voðinn vís fyrir allt mannkyn ... Það eru þau Jack Black og Cate Blanchett sem leika hinn ramm- göldrótta Jonathan Barnavelt og nornina góðu, Zimmerman. The House with a Clock in Its Walls Veistu svarið? Owen Vaccaro, sem leikur aðalpersónu sögunnar, Lewis Barnavelt, er fæddur 15. desember 2005. Hann á því ekki langan leikferil að baki en lék samt í tveimur af vinsælustu gamanmyndum ár- anna 2015 og 2017. Hvaða myndir voru það? Ævintýri / Gaman Punktar .................................................... Owen Vaccaro leikur hinn unga Lewis Barnavelt sem nær fljótlega tökum á ýmsum göldrum eftir að hann flytur inn til föðurbróður síns. Jonathan hefur lengi leitað að klukkunni sem Izard-hjónin földu í veggjum hússins því hana þarf að finna áður en það verður of seint.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=