Myndir mánaðarins, september 2018 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Myndasyrpa Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að bíómyndin Grease var frumsýnd og í gang fór Grease-æði um allan heim. Af því tilefni var blásið til veislu í Samuel Goldwyn-bíóinu í Beverly Hills á dögunum þar sem leikarar og aðstandendur myndarinnar hittust á ný og bar þar að sjálfsögðu hæst endurfundi Oliviu Newton-John og Johns Travolta sem fórumeð aðalhlutverkin í myndinni og urðu heimsfræg fyrir vikið. Myndin hér fyrir ofan t.v. var tekin við þetta tilefni, en Olivia verður einnig sjötug 26. september og John er orðinn 64 ára. Þetta er kínverska leikkonan Yifei Liu sem hér er komin í gervi kínversku alþýðuhetjunnar Mulan í samnefndri og væntanlegri mynd frá Walt Disney, sem er aftur leikin endurgerð samnefndrar teiknimyndar fyrirtækisins frá árinu 1998. Leikstjóri er Niki Caro sem gerði m.a. myndirnar The Zookeeper’s Wife , McFarland og North Country . Lítill vafi leikur á því að Mulan muni gera það gott eins og hinar myndirnar sem Disney hefur verið að endurgera á undanförn- um árum eftir eldri teiknimyndum sínum, en talsvert er samt í frum- sýningu því Mulan er ekki á dagskrá bíóanna fyrr en í mars 2020. Þessi stilla er sú fyrsta sembirst hefur úr nýjustumynd leikstjórans og handritshöfundarins Peters Hedges (innfellda myndin), Ben is Back , sem frumsýna á í desember. Í henni leika þau Julia Roberts og Lucas Hedges (sem er sonur Peters) mæðgin sem hittast á ný eftir langan aðskilnað og þurfa að gera upp viðkvæm mál. Það hlakka margir til að sjá þessa fyrstu mynd Peters í sex ár, en hann á sem leikstjóri að baki gæðamyndirnar The Odd Life of Timothy Green , Pieces of April og Dan in Real Life . Færri vita kannski að Peter er einnig höfundur skáldsögunnar What's Eating Gilbert Grape sem samnefnd mynd var gerð eftir árið 1993 og aflaði honum heimsfrægðar á sínum tíma. Hér sjáum við eina aðalpersónuna í væntanlegri mynd leikstýrunnar Karynar Kusama ( Jennifer’s Body , Girlfight , Æon Flux ) og sýnir myndin vel hvað frábær förðun getur gert. Vafalaust átta margir sig strax eða fljótlega á því hvaða heimsfræga leikkona er á bak við gervið, en þeim sem sjá það ekki eða eru óvissir og langar að vita svarið er bent á að fletta myndinni upp á netinu og gá. Hún heitir Destroyer . Fyrsta bíómyndin sem gerð er um þá leikfélaga Oliver Hardy og Stan Laurel, eða Steina og Olla eins og þeir voru kallaðir á íslensku (eða Gøg og Gokke á dönsku), verður frumsýnd í janúar og er í leikstjórn Jons S. Baird sem síðast sendi frá sér hina sérstöku mynd Filth . Með hlutverk kappanna fara þeir John C. Reilly og Steve Coogan og gerist myndin undir lok ferils þeirra þegar þeir fóru í sína síðustu sýningar- ferð um Bretlandseyjar eftir að hafa leikið í meira en 100 myndum á árunum 1921 til 1951 sem margar hverjar urðu mjög vinsælar. Í byrjun nóvember verður Disney-myndin The Nutcracker and the Four Realms frumsýnd en þar er á ferðinni viðamikil ævintýramynd sem að hluta til er byggð á sögunni um Hnetubrjótinn. Við kynnum þessa mynd betur í næstu tveimur blöðum en bendum Disney-myndaaðdáendum á að skoða glænýjar stiklurnar úr henni. Á myndinni eru þær Mackenzie Foy og Keira Knightley sem fara með stærstu hlutverkin ásamt þeim Helen Mirren og Morgan Freeman.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=